Frjálsar - Bikar 15 ára og yngri
Um helgina átti HSK/Selfoss tvö lið í bikarkeppni 15 ára og yngri. A-liðið sigraði með yfirburðum bæði í flokkum pilta og stúlkna sem og samanlagt. Í heildina fékk liðið 116 stig en liðið í öðru sæti var með 77 stig. B-lið HSK/Selfoss varð í fimmta sæti með 62 stig en átta lið tóku þátt í mótinu. A-liðið vann einnig til langflestra verðlauna á mótinu, fékk 8 gull, 5 silfur og 3 brons meðan B-liðið tók 3 brons.
Alls voru sett átta HSK met á mótinu sem er mjög góður árangur.
Bríet Bragadóttir (15 ára) í 400 m á 61,51 sek.
Jónas Grétarsson (15 ára) í 400 m á 55,79 sek.
Dagur Fannar (15 ára) í 1500 m á 4:42,30 mín.
Bæði pilta- og stúlknasveit A-liðsins settu HSK met í 4x200 m í flokki 15 ára. Piltasveitin setti auk þess met í flokkum 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára í boðhlaupinu.
Krakkarnir bættu einnig fimm mótsmet.
Hildur Helga Einarsdóttir (15 ára) í kúluvarpi með 12,37 m.
Hákon Birkir Grétarsson (15 ára) í 60 m grindahlaupi á 8,87 sek.
Eva María (14 ára) í hástökki með 1,60 m.
Dagur Fannar í 1500 m hlaupi á 4:42,30 mín
Piltasveitin í 4x200 m (Sindri Freyr, Dagur Fannar, Jónas og Hákon Birkir) á 1:41,24 mín.
Þar að auki var mjög mikið um persónulegar bætingar hjá krökkunum.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað á svæðinu sem er að skila þessum góða árangri.
þi
---
Á mynd með frétt sést fjölmennur hópur Skarphéðinsmanna sem skilaði frábærum árangri á mótinu.
Á myndum fyrir neðan eru einstakir aldursflokkar.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Þuríður Ingvarsdóttir