Selfoss tók á móti Þrótti í fyrstu deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en fljótlega fóru Selfyssingar í gang og náðu góðri forystu. Fyrri hálfleikur var hraður og mikið skorað, en flest gekk upp hjá Selfoss og staðan í hálfleik 21-11 fyrir heimamenn. Selfoss spilaði góða vörn og mörg mörk komu í kjölfarið úr hraðaupphlaupum.
Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum þó svo sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Eftir 45 mínútur var staðan orðin 27-18. Þjálfari Selfoss var duglegur að skipta liðinu inná og skoruðu ellefu útileikmann af tólf sem sýnir góða breidd hjá liðinu.
Einar Sverrisson var markahæstur með 10 mörk, Örn Þrastarson var með 6 mörk, Hörður Másson, Jóhannes Snær og Axel Sveinsson með þrjú mörk hver, Ómar Ingi og Andri Már með tvö mörk og Sverrir Páls, Jóhann Erlings, Ómar Vignir og Eyvindur Hrannar allir með eitt mark.
Næsti leikur Selfoss í deildinni er á föstudaginn eftir viku gegn Fjölni en sá leikur fer fram í Grafarvoginum. Síðasti leikur fyrir jólafrí er svo á Selfossi, föstudaginn 6. desember en þá mæta strákarnir Aftureldingu. Von er á hörkuleik en Afturelding eru ennþá taplausir í efsta sæti deildarinnar.