Danni og Ingibjörg
10. TOURNOI INTERNATIONAL DE PARIS - WTF G1
Helgina 22. og 23. nóvember munu Daníel Jens Pétursson og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir keppa á þessu firna sterka móti í París. Mótið er flokkað sem WTF G-1 sem telur til „ranking“ stiga.
Í flokki Daníels eru 29 keppendur samtals frá sautján löndum og sumir þeirra kepptu á Ólympíuleikunum í London 2012 þannig að þetta verður gríðarlega erfið barátta og mikil reynsla fyrir okkar mann.
Í flokki Ingibjargar Erlu eru 33 keppendur frá fimmtán löndum og þar á meðal heims- og Evrópumeistarar. Við vitum að við ramman reip er að draga en allt færist þetta í reynslubankann og á góðum degi á Ingibjörg Erla í fullu tré við hverja sem er.
Stjórn Taekwondodeildar Selfoss óskum okkar fólki góðs gengis og góðrar ferðar.
Áfram Selfoss!
PJ