5. saman bikar
Í dag fór fram fyrri keppnisdagur á Bikarmóti unglinga. Í morgun keppti 5. flokkur en þetta er fyrsta mótið sem 5. flokkur keppir á á þessu keppnisári og jafnframt er Bikarmót fyrsta FSÍ mót hjá öllum sem keppa í 5. flokki.
Selfoss átti 2 lið í keppni, 5. flokk 1 og 5. flokk 2. Liðin áttu góðan dag, skemmtu sér vel saman inni í klefa á milli áhalda og liðs og félagsandinn var mjög mikill. Keppnin gekk vel hjá báðum liðum og lenti Selfoss 1 í 3. sæti og Selfoss 2 í 9. sæti. Bæði liðin raðast í A-deild fyrir Íslandsmót og það er mikil spenna fyrir því að keppa á því í lok apríl.
Til hamingju með frábært mót, stelpur!