Sölvi Ólafsson
Selfoss er komið yfir í einvíginu gegn FH eftir frábæran 31-29 sigur í gærkvöldi. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti og komust mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik. FH-ingar komu aðeins til baka og var staðan í hálfleik 15-12. FH-ingar héldu áfram að saxa niður forskotið í seinni hálfleik og náðu að jafna leikinn 19-19. Selfyssingar sigldu þó ótrauðir áfram og unnu að lokum tveggja marka sigur, 31-29, fyrir framan troðfullt íþróttahús í Vallaskóla.
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 11 (2), Haukur Þrastarson 6, Atli Ævar Ingólfsson 5, Hergeir Grímsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Teitur Örn Einarsson 2.
Varin skot: Sölvi Ólafsson 16/1 (35%) og Helgi Hlynsson 1 (100%)
Fjórði leikurinn í einvíginu verður í Kaplakrika á laugardaginn 5.maí kl 19:30. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma í Kaplakrika á laugardaginn og styðja okkar stráka, en með sigri tryggjum við okkur í úrslitaeinvígið!
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.
____________________________________________
Mynd: Sölvi Ólafsson varði 16 skot í marki Selfoss.
Umf. Selfoss / JÁE