Selfoss kvk 1. flokkur
Bikarmót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum fór fram fyrir fullu húsi í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi laugardaginn 15. mars.
Helstu úrslit urðu að Gerpla varð bikarmeistari í meistaraflokki kvenna, lið Stjörnunnar varð í öðru sæti og lið Selfossstúlkna í því þriðja. Í flokki mix kepptu tvö lið og hafði blandað lið Gerplu betur gegn blönduðu liði Stjörnunnar. Í 1. flokki sigraði lið Stjörnunnar í kvennaflokki lið Gerplu varð í öðru sæti og Selfoss í þriðja sæti. Í flokki blandaðra liða sigraði lið Gerplu, Selfoss varð í öðru sæti og Höttur í því þriðja.
Mótið gekk í alla staði vel og var troðfullt hús á báðum hlutum. Keppnin var jöfn og spennandi og gaman að sjá fjölgun karlkeppenda á mótinu.
Þessi úrslit þýða að bæði kvennalið Selfoss hafa unnið sér inn þátttökurétt á Íslandsmótinu í hópfimleikum sem fram fer síðustu helgina í apríl í Garðabæ. Sex efstu liðinu úr 1. flokki og meistaraflokki samanlagt vinna sér þátttökurétt. Mixlið Selfoss hefur einnig með þessum árangri unnið sér inn þátttökurétt á Íslandsmótinu.