Selfyssingar lágu fyrir Haukum

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Selfyssingar tóku á móti Haukum í áttundu umferð 1. deildarinnar fyrir fyrir helgi.

Líkt og í leiknum gegn Fjarðabyggð í næstu umferð á undan réðust úrslit leiksins undir lok fyrri hálfleiks þegar Selfyssingar misstu einbeitinguna eftir hornspyrnu Hafnfirðinga sem komu boltanum í net okkar pilta. Fátt bar til tíðinda í síðari hálfleik og fór svo að þetta reyndist sigurmark leiksins.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Að loknum átta umferðum er liðið í tíunda sæti deildarinnar með átta stig og sækir Gróttu heim fimmtudaginn 2. júlí. Leikurinn fer fram á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi og hefst kl. 19:15.