Selfyssingar sóttu dýrmæt stig norður

Handbolti - Ragnarsmótið Elvar Örn
Handbolti - Ragnarsmótið Elvar Örn

Selfyssingar náðu sér í afar dýrmæt stig í Olís-deildinni þegar þeir sóttu Akureyringa heim í gær. Strákarnir okkur unnu tveggja marka sigur 24-26 eftir að hafa leitt allan leikinn.

Selfoss byrjaði leikinn af krafti og voru komnir 1-7 eftir tíu mínútur. Akureyringar náðu aðeins að klóra í bakkann fram að hálfleik þar sem Selfyssingar leiddu 11-15. Selfyssingar héldu forystunni allan seinni hálfleik en heimamenn minnkuðu muninn í eitt mark á lokamínútu leiksins en það voru okkar piltar sem skoruðu seinasta mark leiksins og unnu nokkuð þægilegan sigur.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Elvar Örn Jónsson lék gríðarlega vel fyrir Selfoss liðið og skoraði 10 mörk, Teitur Örn Einarsson skoraði 5, Hergeir Grímsson 4, Einar Sverrisson 3, Guðni Ingvarsson 2 og Alexander Már Egan 1. Helgi Hlynsson varði 10 skot í marki Selfoss.

Selfoss á fjóra leiki eftir í deildinni og er með 20 stig í 7. sæti, en liðið tekur á móti ÍBV í næstu umferð mánudaginn 20. mars kl. 19:00.

---

Elvar Örn var markahæstur.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE