Magdalena Anna Reimus
Stelpurnar okkar lágu mjög óvænt fyrir Sindra á heimavelli í 1. deildinni í knattspyrnu á föstudag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik en mikla yfirburði Selfyssinga kom Magdalena Anna Reimus heimkonum yfir á fjórðu mínútu síðari hálfleiks. Í stað þess að sigla öruggum sigri í höfn voru það gestirnir sem sneru leiknum við á undaverðan hátt og sigruðu 1-2 og það þrátt fyrir að Chanté Sandiford hafi varið vítaspyrnu.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Að loknum þremur leikjum er Selfoss í sjötta sæti deildarinnar með 3 stig. Liðið tekur á móti ÍBV í Borgunarbikarnum föstudaginn 2. júní klukkan 19:15 og sækir Tindastól heim á Sauðárkrók á mánudag, annan í hvítasunnu, í leik í deildinni.
---
Magdalena Anna var frísk í framlínu Selfyssinga og skoraði glæsilegt mark.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Tomasz Kolodziejski