Sjö afreksmenn frjálsíþróttadeildar UMFS í Úrvalshóp FRÍ

Þorvaldur Gauti, Hjálmar Vilhelm, Daníel Breki, Eydís Arna, Álfrún Diljá, Ísold Assa og Hugrún Birna eru öll i Úrvalshóp FRÍ 2023
Þorvaldur Gauti, Hjálmar Vilhelm, Daníel Breki, Eydís Arna, Álfrún Diljá, Ísold Assa og Hugrún Birna eru öll i Úrvalshóp FRÍ 2023

Frjálsíþróttasamband Íslands starfrækir Úrvalshóp fyrir unglinga 15-19 ára þar sem markmiðið er að skapa umhverfi þar sem íþróttir snúast um fleira en keppni og árangur.  Umhverfi þar sem unglingar fá ekki einungis tækifæri til að eignast vini, skapa sér heilbrigðan líffstíl og læra að sigrast á sjálfum sér með því að setja sér raunhæf markmið og áætlanir. 

  Mjög ströng lágmörk eru inn í hópinn og eru um 40 unglingar víðs vegar um landið sem hafa náð lágmörkum inn í hópinn í vetur.  Frjálsíþróttadeild Selfoss er með 7 unglinga sem hafa náð  lágmörkum og er það glæsilegur árangur.  

Eftirfarandi unglingar hafa náð lágmarki í eftirtaldar greinar :

-Þorvaldur Gauti Hafsteinsson - 800m og 1500m hlaup

- Hjálmar Vilhelm Rúnarsson- spjótkast, kúluvarp, langstökk og hástökk

- Daníel Breki Elvarsson- Spjótkast og langstökk

-Eydís Arna Birgisdóttir- 300m grindahlaup og 400m hlaup

- Álfrún Diljá Kristínardóttir- sleggjukast

- Ísold Assa Guðmundsdóttir- hástökk, þrístökk og kúluvarp

- Hugrún Birna Hjaltadóttir- 300m hlaup, langstökk og þrístökk