Sláturfélag suðurlands heldur áfram að styrkja knattspyrnu á Selfossi

SSundirskrift
SSundirskrift

Í gær var undirritaður nýr samstarfssamningur milli knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og SS sem gildir út árið 2019

Knattspyrnudeildin heldur á hverju ári stór sumarmót fyrir stráka og stelpur á Selfossi þar sem boðið er uppá grillaðar pylsur fyrir keppendur og mótsgesti þar sem vörur frá SS eru í aðalhlutverki.
Stærstu starfstöðvar SS eru á suðurlandi og er mikil ánægja með áframhaldandi samstarf við fyrirtæki í heimabyggð.

Pylsa er óopinber þjóðarréttur íslendinga og hvetjum við alla að skella sér í næstu bílalúgu og ná sér í eina með öllu.

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Jón Steindór Sveinsson formaður knattspyrnudeildar Umf. Selfoss ásamt Benedikt Benediktsyni framleiðslustjóra SS.
Með þeim á myndinni eru þær Halldóra Birta Sigfúsdóttir, Magdalena Anna Reimus og Unnur Dóra Bergsdóttir leikmenn Pepsi-deildarliðs Selfoss