Vel heppnað HSK mót

IMG_7126 (1)
IMG_7126 (1)

Um liðna helgi fór HSK mótið í taekwondo fyrir árið 2015 fram í Iðu en mótinu, sem upphaflega átti að fara fram í desember, var frestað vegna óveðurs og ófærðar og var því haldið í janúar 2016.

Keppt var í þremur greinum þ.e. poomsae, sparring og síðast en ekki síst þrautabraut sem nýtur sífellt meiri hylli ár frá ári.

Að þessu sinni kepptu 18 einstaklingar í poomsae, 24 í sparring og 27 kepptu í þrautabraut.

Það voru flottir krakkar sem stigu á stokk í poomse og voru mörg hver að keppa í fyrsta sinn. Keppendum var skipt í fjóra mismunandi hópa eftir aldri og beltagráðum. Sjá betur í úrslitum hér fyrir neðan.

Í sparring voru margir flottir bardagar og mjög gaman að sjá hvað hópurinn er orðinn stór og mikið af gríðarlega efnilegum krökkum sem leggja sig öll fram um að gera sitt besta. Sannur keppnisandi en einnig íþróttamannsleg framkoma þar sem keppendur fallast jafnvel í faðma að loknum bardaga.

Það er skemmst frá því að segja að þrautabrautin sló í gegn eins og alltaf. Það féll í hlut Ísaks Mána Stefánssonar að velja þrautirnar og setja upp brautina sem var tilbúin handan við tjaldið þegar keppni í sparring var lokið.

Fyrir hönd stjórnar og þjálfara þökkum við öllum sem komu að framkvæmd mótsins og hlökkum til að halda næsta mót á vegum deildarinnar.

pj


Úrslit poomse

Hópur 1 Gul rönd-appelsínugult belti

  1. Adam Gísli Liljuson Umf. Selfoss
  2. Viðar Gauti Jónsson Umf. Selfoss
  3. Alma Sóley Kristinsdóttir Umf. Hekla
  4. Þórhildur Lotta Kjartansdóttir Umf. Hekla

Hópur 2 Grænt-blátt belti

  1. Einar Þór Sigurjónsson Íþf. Dímon
  2. Viktor Kári Garðarsson Umf. Selfoss
  3. Anný Elísabet Jónasdóttir Umf. Selfoss
  4. Hugdís Erla Jóhannsdóttir Umf. Selfoss
  5. Óskar Ingi Helgason Umf. Selfoss

Hópur 3 Rauð rönd og hærra

  1. Þorsteinn Ragnar Guðnason Íþf. Dímon
  2. Björn Jóel Björgvinsson Umf. Selfoss
  3. Sigurður Hjaltason Umf. Selfoss
  4. Þór Davíðsson Umf. Selfoss
  5. Magnús Ari Melsteð Umf. Selfoss

Hópur 4 Fullorðnir

  1. Daníel Jens Pétursson Umf. Selfoss
  2. Dagný María Pétursdóttir Umf. Selfoss
  3. Sigurjón Bergur Eiríksson Umf. Selfoss
  4. Ástþór Eydal Friðriksson Umf. Selfoss

Samtals stig poomse
Umf. Selfoss 57
Íþf. Dímon 12
Umf Hekla 7


Úrslit Sparring

Hópur 1

  1. Þórhildur Lotta kjartansdóttir Umf. Hekla
  2. Agnes Ísabella Jónasdóttir Umf. Selfoss
  3. Einar Ari Gestsson Umf. Selfoss

Hopur 2

  1. Hlynur Freyr Garðarsson Umf. Selfoss
  2. Hörður Anton Guðfinnsson Umf. Selfoss
  3. Viðar Gauti Jónsson Umf. Selfoss
  4. Anný Elísabet Jónasdóttir Umf. Selfoss

Hópur 3

  1. Almar Öfjörð Umf. Selfoss
  2. Adam Gísli Liljuson Umf. Selfoss
  3. Jörundur Ísak Íþf. Hamar

Hópur 4

  1. Einar Þór Sigurjónsson Íþf. Dímon
  2. Natan Hugi Hjaltason Umf. Selfoss
  3. Viktor Kári Garðarsson Umf. Selfoss
  4. Hugdís Erla Jóhannsdóttir Umf. Selfoss

Hópur 5

  1. Þór Davíðsson Umf. Selfoss
  2. Sigurður Hjaltason Umf. Selfoss
  3. Magnús Ari Melsteð Umf. Selfoss

Hópur 6

  1. Björn Jóel Björgvinsson Umf. Selfoss
  2. Þorsteinn Ragnar Guðnason Íþf. Dímon
  3. Ísak Guðnason Íþf. Dímon

Hópur 7

  1. Ástþór Eydal Friðriksson Umf. Selfoss
  2. Sigurjón Bergur Eiríksson Umf. Selfoss
  3. Daði Magnússon Umf. Selfoss
  4. Atli Jökull Marteinsson Umf. Þór

Samtals stig sparring
Umf. Selfoss 86 stig
Íþf. Dímon 15 stig
Umf. Hekla 6 stig
Íþf. Hamar 4 stig
Umf. Þór  3 stig


Úrslit þrautabraut

Hópur 1

  1. Agnes Isabella jónasdóttir Umf. Selfoss
  2. Hlynur Helgi Jónsson Umf. Selfoss
  3. Þórhildur Lotta Kjartansdóttir Umf. Hekla

Hópur 2

  1. Örn Eysteinn Guðnason Umf. Selfoss
  2. Óskar Ingi Helgason Umf. Selfoss
  3. Almar Öfjörð /Hörður Anton Guðfinnsson Umf. Selfoss

Hópur 3

  1. Sigurður Hjaltason Umf. Selfoss
  2. Natan Hugi Hjaltason Umf. Selfoss
  3. Björn jÓel Björgvinsson Umf. Selfoss

Hópur 4

  1. Daníel Jens Pétursson Umf. Selfoss
  2. Sigurjón Bergur Eiríksson Umf. Selfoss
  3. Ástþór Eydal Friðriksson Umf. Selfoss

IMG_7455 (1) IMG_7286 (1) IMG_7146 (1)