Umfs logo
Stjórn handknattleiksdeildar Umf. Selfoss ákvað á fundi hinn 22. mars sl. að kæra framkvæmd leiks Fram og ÍBV sem fram fór 21. mars sl. Af upptökum sem birst hafa opinberlega af leiknum er ljóst að ÍBV tefldi fram of mörgum leikmönnum á síðustu sekúndum leiksins, sbr. Vísi.is
Af leikreglum HSÍ er ljóst að refsing við broti sem þessu er brottvísun leikmanns og vítakast til handa mótherja.
Kröfur kæranda eru að endurteknn verði sá leiktími sem var eftir þegar hið kærða atvik átti sér stað en til vara að leikurinn verði spilaður aftur í heild sinni.
Úrslit leiksins ráða því hvort ÍBV eða Umf. Selfoss séu deildarmeistarar og varðar því rétt framkvæmd leiksins miklu fyrir bæði félögin.
Selfossi, 23. mars 2018;
Handknattleiksdeild Umf. Selfoss