30.09.2019
Bárbara Sól Gísladóttir, leikmaður Selfoss, var valin í lið ársins í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu.Leikmenn deildarinnar völdu bestu og efnilegustu leikmennina og lið ársins en úrslitin voru tilkynnt á lokahófi Pepsi Max deildannaBárbara Sól stóð sig vel í sumar, bæði í bakverði og á hægri kantinum en hún var valin í varnarlínuna í liði ársins.Elín Metta Jensen úr Val var valin besti leikmaður deildarinnar og Hlín Eiríksdóttir úr Val efnilegust.
28.09.2019
Selfyssingar tóku á móti HK í 3. umferð Olísdeildarinnar í Hleðsluhöllinni í kvöld, 29-25.Selfyssingar byrjuðu fyrri hálfleik betur og voru tveimur til fjórum mörkum yfir fyrstu 20 mínúturnar.
28.09.2019
Meistaraflokkur karla tekur nú þátt í Evrópukeppni annað árið í röð. Við mætum HK Malmö frá Svíþjóð í 2.umferð keppninnar.
27.09.2019
Á dögunum skrifuðu fulltrúar handknattleiksdeildarinnar undir áframhaldandi samstarfssamning við Hótel Selfoss. Deildin er gríðarlega ánægð með samstarfið og hefur verið það undanfarin ár, en Hótel Selfoss hefur verið einn af tryggustu styrktaraðilum handbolta á Selfossi í gegnum árin.Mynd: Nökkvi Dan Elliðason leikmaður Selfoss og Þórir Haraldsson formaður deildarinnar ásamt Ragnari J.
26.09.2019
Laugardaginn 21. september fór árlegt lokahóf yngriflokka knattspyrnudeildar Selfoss fram á JÁVERK-vellinumYngstu flokkar félagsins voru fengu viðurkenningu fyrir sumarstarfið ásamt því að einstaklingsverðlaun voru veitt í 5.
25.09.2019
Ungmennafélag Selfoss og Sideline Sports hafa gert með sér þriggja ára samstarfssamning um notkun félagsins á hugbúnaði frá Sideline Sports.
24.09.2019
Knattspyrnusumrinu var slúttað með formlegum hætti í Hvíta Húsinu á Selfossi síðastliðin laugardag. Þar komu saman leikmenn, stuðningsmenn, stjórnarmenn, þjálfarar, sjálfboðaliðar og fleiri til þess að fagna góðum árangri í sumar.Fjöldi verðlauna voru veitt en Kenan Turudija og Kelsey Wys voru valin bestu leikmenn sumarsins í meistaraflokkunum.
Hjá kvennaliðinu var Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir valin efnilegust, Þóra Jónsdóttir fékk framfarabikarinn og Hólmfríður Magnúsdóttir var markahæst með 8 mörk.
Hjá körlunum var Þormar Elvarsson valinn efnilegastur, Þór Llorens Þórðarson fékk framfarabikarinn og Hrvoje Tokic var markahæstur með 22 mörk
Þá voru veitt verðlaun fyrir fjölda leikja í meistaraflokki og Guðjónsbikarinn fengu þau Þóra Jónsdóttir og Adam Örn Sveinbjörnsson.
22.09.2019
Selfyssingar gerðu jafntefli við Val í gærkvöldi í Olísdeild karla, 27-27. Hörkuleikur sem stóð undir nafni sem toppslagur í Olísdeildinni, góður handbolti og flott mæting í Origohöllina á þessu laugardagskvöldi.Jafnræði var með liðum fram eftir fyrri hálfleik og jafnt á öllum tölum fyrsta korterið. Þá náðu Selfyssingar í fyrsta sinn að koma muninum í tvö mörk 7-9. Síðustu 10 mínútur hálfleiksins tóku Valsmenn hins vegar völdin og skoruðu að því virtist að vild og leiddu í hálfleik með þrem mörkum, 14-11.Síðari hálfleikurinn byrjaði ekki ósvipað og sá fyrri endaði. Valsmenn betra liðið fyrstu 10 mínúturnar og komu forystu sinni upp í sex mörk, 21-15. Þá var eins og Selfyssingar hefðu þétt varnarleikinn og Valsmenn fengu ekki þessi auðveldu mörk. Munurinn minnkaði hægt en örugglega nánast og þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum komust Selfyssingar svo yfir, 25-26. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem báðum liðum gekk illa að skora. Valsmenn jöfnuðu þegar 20 sekúndur voru eftir og náðu Selfyssingar ekki að koma boltanum í netið í lokasókninni. Jafntefli því niðurstaðan, 27-27.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 9, Árni Steinn Steinþórsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 3, Guðni Ingvarsson 3, Alexander Már Egan 3, Hergeir Grímsson 2, Magnús Øder Einarsson 2, Reynir Freyr Sveinsson 1.Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 17 (41%)Nánar er fjallað um leikinn á , og Næstu leikur hjá strákunum er á laugardaginn í Hleðsluhöllinni kl.
20.09.2019
Stelpurnar unnu sex marka sigur gegn liði Víkings í kvöld, 19-25. Þetta var leikur í annar leikur þeirra í Grill 66 deildinni.Selfyssingar byrjuðu leikinn betur náðu fljótt frumkvæðinu. Um miðjan fyrri hálfleikinn var munurinn orðin 4 mörk, 4-8. Þá var eins og lukkan hafi yfirgefið Selfossliðið og enduðu mörg góð færi í eða framhjá stönginni. Víkingsstelpur nýttu sér það og leiddu með einu marki í hálfleik, 12-11.Jafnræði var með liðunum stærstan hluta seinni hálfleiks sem einkenndist af frekar hægum leik og löngum sóknum. Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum settu stelpurnar í næsta gír, bættu í hörkuna í vörninni og juku hraðann. Það dugði til að komast framúr og hrista Víkingana af sér og landa að lokum sex marka sigri, 19-25.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 8, Agnes Sigurðardóttir 7, Rakel Guðjónsdóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 1Varin skot: Henriette Ostegaard 17 (47%)Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Fylki þriðjudaginn 1.