Íslandsbanki áfram aðalstyrktaraðili Selfoss

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss og Íslandsbanki skrifuðu undir samning í síðustu viku þess efnis að Íslandsbanki verður áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar.Það voru þeir Jón Rúnar Bjarnason, útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi, og Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildarinnar, sem skrifuðu undir samninginn í útibúi Íslandsbanka á Selfossi að viðstöddum glæsilegum fulltúum deildarinnar í 4.

Nýtt knattspyrnunámskeið hefst á mánudaginn

Glænýtt tveggjavikna námskeið hefst næstkomandi mánudag hjá knattspyrnudeildinni!Allar upplýsingar á myndinni hérna fyrir neðanKíktu í fótbolta

Stelpurnar sóttu sigur í Fossvoginn

Selfoss vann góðan 0-3 sigur á HK/Víkingi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gær.HK/Víkingur byrjaði leikinn betur en þegar leið á hálfleikinn tók Selfoss yfirhöndina og réði leiknum allt til loka.

Breyttir æfingatimar

Æfingatimar hjá yngsta hópnum (2011-2013) í frjálsum iþróttum breytist 1.júlí nk.  Æfingar verða  á mánudögum kl 16-17 og fimmtudögum kl 15-16.

Fjör á héraðsleikum og aldursflokkamóti

Héraðsleikar HSK í frjálsum og aldursflokkamót 11 – 14 ára voru haldin í Þorlákshöfn 10. júní sl. Keppendur frá átta aðildarfélögum HSK sendu keppendur á mótin.Á héraðslekunum fengu allir jafna viðurkenningu í lok mót, en á aldursflokkamótinu var keppt um gull, silfur og brons í öllum greinum.  Keppnin á aldursflokkamótinu var jafnframt stigakeppni milli félaga.  Selfyssingar unnu með yfirburðum, hlutu 493,5 stig, Hrunamenn urðu í öðru með 239,5 stig og Hekla varð í þriðja með 101 stig.Úr fréttabréfi HSK.

Tvö HSK met á Vormóti ÍR

Tvö HSK met voru sett á Vormóti ÍR, sem haldið var í Reykjavík 13. júní sl.Hulda Sigurjónsdóttir úr Suðra varð í þriðja sæti í kvennaflokki og bætti ársgamalt HSK met sitt hjá fötluðum í flokki F20.

5. flokkur á Garpamóti Gerplu

Í lok maí fór fimleikadeild Selfoss með 2 sameinuð 5. flokks lið á Garpamót Gerplu í Kópavogi, en mótið var haldið í nýja fimleikahúsinu þeirra.Liðin fengu þar verðlaun fyrir sitt besta áhald og fengu í lokin grillaðar pylsur og svala.Skemmtilegur dagur hjá stúlkunum sem stilltu sér allar saman upp á mynd.

Set mótið fór fram í fjórða skipti

Helgina 9.-10. júní fór Set-mótið í knattspyrnu fram í fjórða sinn á Selfossi. Mótið er haldið fyrir yngra árið í 6. flokki drengja og hefur notið síaukinna vinsælda frá því það var haldið í fyrsta sinn.Metþátttaka var í ár, en keppendur voru um 600 talsins frá 20 íþróttafélögum og voru samtals spilaðir 447 leikir á tveimur dögum.Keppendur létu rigningarveður ekki mikið á sig fá og var stemningin góð og fótboltinn spilaður af miklu kappi.Í lok móts var verðlaunaafhending eins og vera ber.

Fréttabréf UMFÍ

Héraðsmót HSK | Þrjú félög tóku þátt

Þrjú félög sendu keppendur til leiks á héraðsmót HSK í sundi sem haldið var haldið í sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði 5.