19.11.2017
Selfoss fékk FH í heimsókn í 10.umferð Olísdeildarinnar í handbolta. Selfoss byrjaði mjög vel og lokaði öllu í vörninni, staðan í hálfleik var 12-7.
16.11.2017
Selfoss tók á móti Fjölnisstúlkum í Olísdeild kvenna fyrr í kvöld. Fyrirfram var búist við spennandi leik en það varð aldrei raunin.
16.11.2017
Þær Elva Rún Óskarsdóttir, Sólveig Erla Oddsdóttir, Ída Bjarklind Magnúsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir hafa allar verið kallaðar til landsliðsverkefna nú í lok nóvember.Elva Rún og Sólveig Erla voru valdar í U-18 ára landslið kvenna og Ída Bjarklind í U-20 ára landsliðið.
16.11.2017
Héraðsmót HSK í sveitakeppni í skák verður haldið í Selinu á Selfossi þriðjudaginn 21. nóvember 2017 og hefst kl. 19:30. Tefldar verða atskákir og skipa fjórir einstaklingar hverja sveit, óháð aldri eða kyni.
15.11.2017
Miðjumaðurinn Halldóra Birta Sigfúsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss, en hún gekk í raðir félagsins í sumar frá Fjarðabyggð.Halldóra Birta er sextán ára gömul og spilaði sex leiki með Selfossi í 1.
14.11.2017
Sóknarmaðurinn Barbára Sól Gísladóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Barbára, sem er sextán ára gömul, skrifaði undir sinn fyrsta samning við Selfoss í fyrra, en framlengdi nú út keppnistímabilið 2020.Hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki í Pepsi-deildinni í fyrra og lék svo sautján leiki með Selfossi í 1.
14.11.2017
Handknattleiksdeild Umf. Selfoss og MS hafa undirritað samstarfssamning með það að markmiði að efla íþrótta- og forvarnarstarf félagsins en með þessum nýja samningi verður fyrirtækið einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar keppnistímabilið 2017-2018.
13.11.2017
Selfoss tapaði naumlega fyrir botnliði Gróttu nú í kvöld, 22-21 Grótta byrjaði leikinn betur og var yfir í hálfleik, 12-11. Í seinni hálfleik jók Grótta enn á forskotið og munurinn varð mestur 4 mörk þegar um sex mínútur voru eftir.
11.11.2017
Kvennalið Selfoss er úr leik í Coca-cola bikarnum eftir 8 marka tap gegn HK, 29-21, í Digranesi á föstudagskvöldið s.l.HK, sem er í efsta sæti 1.deildar höfðu yfirhöndina á leiknum og voru 2 mörkum yfir í hálfleik, 15-13.