Níu Selfyssingar á landsliðsæfingu

Níu Selfyssingar voru valdir til þátttöku á æfingu unglingalandsliðsins í hópfimleikum sem fór fram í hjá Stjörnunni í lok nóvember.Stelpurnar sem eru fæddar á árunum 1999-2003 eru Aníta Sól Tyrfingsdóttir, Alma Rún Baldursdóttir, Perla Sævarsdóttir, Anna Margrét Guðmundsdóttir, Júlíana Hjaltadóttir, Hekla Björk Grétarsdóttir, Hekla Björt Birkisdóttir, Birta Sif Sævarsdóttir og Evelyn Þóra Jósefsdóttir.Á myndinni eru frá vinstri: Birta Sif, Anna Margrét, Hekla Björt, Hekla Björk, Júlíana, Aníta Sól, Perla og Alma Rún.

Afmælishóf knattspyrnudeildar

Knattspyrnudeild Selfoss í samstarfi við minjanefnd deildarinnar býður til veislu í Tíbrá laugardaginn 19. desember.Í tilefni af 60 ára afmæli deildarinnar þann 15.

Efla styrkir Fimleikadeild Selfoss

Verkfræðistofan Efla hefur úthlutað styrkjum úr Samfélagssjóði Eflu og hlaut Fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss einn af þeim tíu styrkjum sem úthlutað var nú í haust.

Heiðdís skrifar undir tveggja ára samning við Selfoss

Varnarmaðurinn Heiðdís Sigurjónsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Selfoss.Heiðdís gekk til liðs við Selfoss frá Hetti fyrir ári síðan og var nýliði í Pepsí-deildinni í sumar.

Yngri iðkendur kepptu á júdómóti HSK

HSK mót yngri flokka í júdó fyrir 6-10 ára og 11-15 ára voru haldin í kringum seinustu helgi í íþróttarsal Sandvíkurskóla.Mótin voru vel heppnuð og glæsileg og vel mætt af iðkendum júdódeildar.

Fjórir Selfyssingar í hóp fyrir EM í Póllandi

Fjórir fyrrum leikmenn Selfoss eru í 28 manna hópi Arons Kristjánssonar fyrir EM í Póllandi.Piltarnir sem um ræðir eru Árni Steinn Steinþórsson leikmaður Sonderjyske, Bjarki Már Elísson leikmaður Fuchse Berlin, Guðmundur Árni Ólafsson leikmaður Mors-Thy og Janus Daði Smárason leikmaður Hauka.Æfingahópur Íslands verður tilkynntur á næstu dögum, en endalegur 16 manna hópur fyrir EM verður valinn á rétt fyrir mót.Æfingar A landsliðs karla hefjast 29.

Glæsileg 10 ára afmælissýning Fimleikadeildar Selfoss

Glæsileg tíu ára afmælissýning Fimleikadeildar Umf. Selfoss fór fram á laugardag. Sýningin gekk vel að vanda og voru margir með gleðitár á hvarmi í lok sýningar.

Rikharð Atli og Margrét fimleikafólk ársins 2015

Fimleikafólk ársins var krýnt á jólasýningunni á laugardag en það eru þau Margrét Lúðvígsdóttir og Rikharð Atli Oddsson. Þau eru í blönduðu liði Selfoss sem eru ríkjandi Íslands-, bikar- og deildarmeistarar í hópfimleikum.

Knattspyrnudeild Selfoss 60 ára í dag

Í dag eru sextíu ár liðin síðan knattspyrnudeild Umf. Selfoss var stofnuð, þann 15. desember 1955. Það hefur mikið vatn runnið í gegnum bæinn okkar síðan félagið hóf leik í svart- og rauðröndóttum AC Milan búningum árið 1955.Ávallt hafa vaskir menn staðið í framlínu félagsins í gegnum áratugina og hefur saga félagsins og kaupstaðarins bundist órjúfanlegum böndum.Með félagsmerkið á brjóstinu og stoltið að vopni hefur liðið heimsótt Þjórsárstúnsvöllinn, spilað innbyrðis á  Sigga Ólatúni, siglt með Krónprins Friðrik til Fuglafjarðar, fjölmennt í Grýtubakkahrepp og tekið yfir Laugardalsvöllinn.

Fimleikadeild Selfoss hlaut gæðaviðurkenningu ÍSÍ

ÍSÍ notaði tækifærið á afmælissýningu Fimleikadeildar Selfoss og veitti  viðurkenningu og staðfestingu á endurnýjun. Í umsögn ÍSÍ kemur fram að handbók deildarinnar er vel unnin og uppfyllir vel öll ákvæði fyrirmyndarfélaga þannig að tryggt er að allir rói í sömu átt.