Einn leikur á Ragnarsmótinu í kvöld

Haukar sigruðu Fjölnir/Fylki með einu marki, 23-22, í eina leik kvöldsins á Ragnarsmóti kvenna. Leikurinn einkenndist af góðri vörn og markvörslu beggja liða.

Eva María með Íslandsmet í hástökki

Eva María Baldursdóttir, Umf Selfossi, náði þeim frábæra árangri á Hástökksmóti Selfoss sem haldið var  þann 17.ágúst að bæta sig um 3 cm og stökkva 1.81 m.  Eva María stökk yfir 1.81 m í fyrstu tilraun og bætti 25 ára gamalt Íslandsmet Völu Flosadóttur  í flokki 16-17 ára um 1 cm.  Þessi árangur Evu Maríu er þriðji besti árangur í hástökki kvenna frá upphafi á Íslandi en Íslandsmetið i kvennaflokki sem er í eigu Þórdísar Gísladóttur er 1.88m.  Eva María setti einnig Héraðsmet í flokkum 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára en þau met átti hún sjálf.Eva María er með þessu stökki í 3.sæti á Evrópulistanum í flokki 17 ára og yngri og í 6.

Selfyssingum fyrirmunað að skora

Þrátt fyrir fáheyrða yfirburði Selfyssinga í leik gegn Fylki í Pepsi Max deildinni í gær var uppskeran engin.Selfoss klúðraði mikið af færum í leiknum en gestirnir úr Árbænum gerðu eina mark leiksins þegar komið var fram í uppbótartíma.Skellur fyrir Selfoss sem er í sjötta sæti með tíu stig eftir átta umferðir.

Þægilegur sigur Selfyssinga

Selfoss vann þægilegan 3-1 sigur á Dalvík/Reyni í 2. deildinni á laugardag.Daniel Majkic kom Selfyssingum yfir á 15. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Ingvi Rafn Óskarsson forystuna.

Tíu marka sigur Selfoss í fyrsta leik

Meistaraflokkur kvenna sigraði sameiginlegt lið Fjölnis og Fylkis í fyrsta leik Ragnarsmótsins 2020 með 10 mörkum, 37-27. COVID-19 setur svip sinn á mótið og mega sem dæmi engir áhorfendur vera á mótinu.

Ragnarsmótið hefst á morgun

Ragnarsmótið í handbolta verður haldið í 32. skiptið, en mótið er eitt elsta og virtasta æfingamót á Íslandi.Mótið fer fram í Hleðsluhöllinni og verður mótið tvískipt eins og undanfarin ár.

Þrettán ára Íslandsmeistari í U17 ára flokki

Hin þrettán ára gamla Bergrós Björnsdóttir, Umf. Selfoss, gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í ólympískum lyftingum í flokki 17 ára og yngri á Íslandsmeistaramóti unglinga sem fram fór í Kópavogi í lok júlí. Bergrós, sem var lang yngsti keppandi mótsins, tók 60 kg í snörun og 71 kg í jafnhendingu og náði því 171,4 Sinclairstigum.

Handboltaæfingar hefjast 17. ágúst

Handboltaæfingar yngri flokka hefjast mánudaginn 17. ágúst, og auglýstir á samfélagsmiðlum.Handknattleiksdeild Umf. Selfoss leggur mikla áherslu á að hafa vel menntaða og reynslumikla þjálfara og hefur verið mikill stöðugleiki í mannaráðningum undanfarin ár.

Kveðja frá Knattspyrnudeild Umf. Selfoss

Knattspyrnudeild Ungmennafélags Selfoss kveður í dag einn af sínum sterkustu félagsmönnum. Einar Jónsson var leikmaður Selfoss um langt árabil, fyrirliði, þjálfari, stjórnarmaður og leiðtogi innan vallar sem utan. Ferill Einars sem knattspyrnumaður á Selfossi var glæsilegur.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn ágústmánaðar eru þau Rakel Ingibjörg Ívarsdóttir og Atli Dagur Guðmundsson. Rakel Ingibjörg er leikmaður 6. flokks kvenna, er með jákvætt hugarfar og hvetur liðsfélaga mikið áfram.