Anna Metta vann til sjö verðlauna, setti að auki HSK- og mótsmet
22 keppendur frá Frjálsíþróttadeild Selfoss tóku þátt í Stórmóti ÍR sem haldið var í frjálsiþróttahöllinni í Reykjavík 18.-19.janúar. Í flokki 8 ára og 9-10 ára var boðið upp á keppni í fjölþraut þar sem aðaláherslan er á að hafa gaman og allir fá þátttökuverðlaun.
Anna Metta Óskarsdóttir bætti HSK met Helgu Fjólu Erlendsdóttir um 12cm í flokki 15 ára stúlkna er hún stökk yfir 2,70m í stangarstökki og hún setti einnig mótsmet í þrístökki með 11,20m stökki. Þorvaldur Gauti Hafsteinsson bætti eigið HSK met í 800m hlaupi í flokki 18-19 ára er hann kom þriðji í mark á tímanum 1:57,29mín.
12 ára piltar: Andri Már Óskarsson náði 3.sæti í fimmtarþraut með. Í þrautinni náði hann þriðja sæti í langstökki þegar hann stökk 4,14m. Hilmir Dreki Guðmundsson náði 8.sæti í fimmtarþrautinni en náði öðru sæti í kúluvarpi með 6,82m
13 ára piltar: Andri Fannar Smárason sigraði stangarstökkið með 1,88m stökki og vann til bronsverðlauna í 60m grindahlaupi á tímanum 12,17s
13 ára stúlkur: Þórhildur Salka Jónsdóttir kastaði kúlunni 8,41m og vann til bronsverðlauna.
14 ára piltar: Magnús Tryggvi Birgisson krækti sér í gullverðlaun í þrístökki með því að stökkva 10,55m og hann vann til bronsverðlauna í langstökki með 4,84m. Hróbjartur Vigfússon vann til gullverðlauna í stangarstökki með 2,08m stökki.
15 ára stúlkur: Anna Metta Óskarsdóttir náði þeim stórkostlega árangri að vinna til 8 verðlauna. Hún vann til 5 gullverðlauna og 3 silfurverðlauna. Hún sló einnig HSK met og setti mótsmet. Hún sigraði í hástökki þegar hún vippaði sér yfir 1,54m, í stangarstökki sigraði hún með 2,70m stökki og nýju HSK meti, hún stökk lengst allra í langstökki með 5,24m, í 800m hlaupi kom hún fyrst í mark á tímanum 2;46,78m og að lokum sigraði hún í þrístökki þegar hún sveif 11,20m og setti mótsmet. Hún kom önnur í mark bæði Í 60m hlaupi á tímanum 8,41s og í 60m grindahlaupi á tímanum 9,74sek og að lokum kom hún önnur í mark í 300m hlaupi á tímanum 46,31sek.
16-17 ára piltar: Kristján Kári Ólafsson vann til bronsverðlauna í kúluvarpi með 11,35m löngu kasti.
16-17 ára stúlkur: Hugrún Birna Hjaltadóttir vann til silfurverðlauna í 60m grindahlaupi er hún kom í mark á tímanum 10,59s og hún varð þriðja í langstökki með 4,84m löngu stökki.
18-19 ára piltar: Vignir Steinarsson varð þriðji í kúluvarpi er hann kastaði kúlunni 7,25m.
Karlaflokkur: Þorvaldur Gauti Hafsteinsson varð í þriðja sæti í 800m hlaupi á tímanum 1;57,29mín. Árangurinn er jafnframt nýtt HSK met í flokki 18-19 ára pilta.
Þorvaldur Gauti hljóp 800m gríðarlega vel og náði þriðja sæti í karlaflokki og bætti eigið HSK met