Alina og Bergþóra við undirritun samningsins.
Nú í janúar skrifaði fimleikadeild Selfoss undir nýjan samstarfssamning við HSH þrif og flutninga.
Fyrirtækið er með persónulega þjónustu sem sér um þrif, þvott, flutninga og bílaleigu og þjónustar Suðurlandið.
Alina, annar eigandi HSH þrif og flutningar kom í Baulu og undirritaði samninginn ásamt Bergþóru framkvæmdastjóra fimleikadeildinnar.
Við hjá fimleikadeildinni erum virkilega ánægð og þakklát með þetta nýja samstarf en HSH þrif og flutningar bætast nú í hóp dýrmætra samstarfsaðila sem hjálpa okkur að auka gæði í kringum starfið okkar.
Takk fyrir stuðninginn - við hlökkum til samstarfsins!