17.03.2018
Þriðjudaginn 20. mars nk. halda Frískir Flóamenn fyrirlestur í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss klukkan 20:00. Fyrirlesari er Erlingur S.
16.03.2018
Sunnudaginn 11. mars sl. fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands 15 ára og yngri í Kaplakrika. Keppt var í átta greinum í pilta og stúlknaflokki og hundrað keppendur voru mættir til leiks úr níu liðum.
16.03.2018
Nýlega skipaður landsliðsþjálfari Lisa Lents boðaði úrtökur fyrir landsliðið í formum helgina 9.-11. mars og er gaman að segja frá því að Þorsteinn Ragnar Guðnason, liðsmaður Umf.
15.03.2018
Júdómaðurinn Egill Blöndal var valinn Íþróttamaður HSK 2017 en verðlaunin voru veitt á Héraðsþingi HSK í Þorlákshöfn sl. laugardag. Egill er fyrsti judómaðurinn sem hlýtur þessi verðlaun.Fimm manna valnefnd kaus íþróttamann HSK úr röðum þeirra sem tilnefndir voru af nefndum og ráðum sambandsins. Egill hefur lagt gríðarlega mikið á sig við æfingar og keppni, jafnt innanlands sem erlendis á undanförnu ári.
14.03.2018
Selfoss tapaði gegn Fjölniskonum í kvöld í síðasta heimaleik sínum í Olísdeild kvenna á tímabilinu, 21-24.Fjölnir leiddi nánast allan leikinn og var með eins til fjögurra marka forskot mestan hluta leiksins, hálfleikstölur voru 11-13.
14.03.2018
Selfyssingurinn Guðmundur Kr. Jónsson var kosinn heiðursformaður HSK á héraðsþingi sambandsins sl. laugardag.Í greinargerð með tillögu sem lögð var fram á þinginu sagði m.a.
14.03.2018
Haukur Þrastarson hefur verið valinn í A-landslið karla fyrir Gulldeildina sem haldin er í Noregi 5. - 8. apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem Haukur er valinn í A-landslið karla en hann hefur verið mikilvægur í yngri landsliðum karla síðustu ár.
Í hópnum er einnig að finna Selfyssinganna Ragnar Jóhannsson og Ómar Inga Magnússon.
13.03.2018
Selfoss varð um helgina bikarmeistari í 4. flokki karla yngri eftir sigur á Gróttu, 26-22. Við óskum strákunum okkar til hamingju með titilinn.Nánar er fjallað um bikarleikinn á .Ljósmynd: HSÍ.
11.03.2018
Selfoss tapaði fyrir Fram í undanúrslitum Coca Cola bikarsins á föstudaginn síðastliðinn í Laugardalshöllinni. Úrslitin réðust í vítakastkeppni og endaði leikurinn 31-32 fyrir Fram.Leikurinn var jafn lengst af fyrri hálfleik en undir lok hans skoruðu Selfyssingar þrjú mörk í röð og leiddu 15-12 í leikhléi.
08.03.2018
Um liðna helgi, 24.–25. febrúar, fór fram Meistaramót Íslands aðalhluti í Laugardalshöll. HSK/Selfoss var með 17 keppendur á mótinu sem allir stóðu sig með miklum ágætum.