17.04.2018
Selfyssingar eru komnir í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta skipti í 24 ár eftir tveggja marka sigur á Stjörnunni í gær, 28-30.
15.04.2018
Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hafa framlengt samninga sína við Selfoss til tveggja ára.
15.04.2018
Selfoss vann öruggan sigur á Stjörnunni, 33-25 í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn og leiddu í hálfleik með fimm mörkum, 15-10.
13.04.2018
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu gerði 2-2 jafntefli við Hauka á útivelli í B-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu á Gaman ferða vellinum í Hafnarfirði.Magdalena Reimus og Halla Helgadóttir komu selfyssingum í 2-0 með mörkum á 22.
13.04.2018
Í gær var undirritaður nýr samstarfssamningur milli knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og SS sem gildir út árið 2019Knattspyrnudeildin heldur á hverju ári stór sumarmót fyrir stráka og stelpur á Selfossi þar sem boðið er uppá grillaðar pylsur fyrir keppendur og mótsgesti þar sem vörur frá SS eru í aðalhlutverki.
Stærstu starfstöðvar SS eru á suðurlandi og er mikil ánægja með áframhaldandi samstarf við fyrirtæki í heimabyggð.Pylsa er óopinber þjóðarréttur íslendinga og hvetjum við alla að skella sér í næstu bílalúgu og ná sér í eina með öllu.
Mynd: Jón Steindór Sveinsson formaður knattspyrnudeildar Umf.
09.04.2018
Hafin er sala miða í vorhappadrætti handknattleiksdeildar Selfoss. Vinningar eru af fáheyrðum gæðum og heildaverðmæti rúmlega ein milljón króna.Um er að ræða eina stærstu fjáröflun deildarinnar og því hvetjum við alla til að taka vel á móti iðkendum sem verða á ferðinni í net- og raunheimum næstu tvær vikur.
09.04.2018
Laugardaginn 7. apríl síðastliðinn hélt knattspyrnudeildin upp á Guðjónsdaginn og fór Guðjónsmótið, firmamót í knattspyrnu fram í íþróttahúsinu Iðu.Hátt í 20 lið voru skráð til leiks og var mótið frábært í alla staðiHávarðr Ísfirðingur sendi syni sína til leiks og stóðu þeir uppi sem sigurvegarar eftir æsispennandi úrslitaleik við Team 84.Hið margverðlaunaða lið Myrru endaði mótið í 3.
09.04.2018
Það er í nógu að snúast hjá Selfyssku landsliðsfólki í handbolta eins og svo oft áður. Sex Selfyssingar léku með A-landsliði karla um helgina í Gulldeildinni, æfingamóti sem haldið var í Noregi.
06.04.2018
Laugardaginn 10. mars sl. fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands í fullorðinsflokki, í Kaplakrika. Keppt var í átta greinum í karla og kvennaflokki.