16.05.2018
Selfyssingurinn Elena Elísabet Birgisdóttir gekk á dögunum til liðs við norska fyrstu deildarliðið Førde IL. Elena, sem leikið hefur með Stjörnunni undanfarin tvö ár, gerði eins árs atvinnumannasamning við liðið með möguleika á framlenginu um annað ár.
Elena kemur ekki að tómum kofanum hjá Førde IL því Hilmar Guðlaugsson er nýtekinn við sem þjálfari liðsins en hann þjálfaði hjá Selfossi áður en hann flutti sig um set til Noregs.
15.05.2018
Átta Selfyssingar eru í nýtilkynntum landsliðshóp A-landsliðs karla í handbolta, en Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi 30 manna æfingahóp í dag.
15.05.2018
Hrafnhildur Hauksdóttir er aftur komin í vínrauðu treyjuna en Selfoss hefur fengið hana lánaða frá Val.Hrafnhildur er 22 ára varnarmaður frá Hvolsvelli og er óhætt að segja að hún þekki vel til hér á Selfossi.
15.05.2018
Lokahóf handknattleiksdeildar verður haldið á Hótel Selfoss núna á laugardaginn, 19.maí. Við ætlum að fagna frábæru tímabili og við hvetjum alla Selfyssinga nær og fjær sem hafa komið á leiki með liðinu í vetur til þess að mæta.
14.05.2018
Nú á laugardaginn fór fram fyrri hluti Íslandsmóts í hópfimleikum.Mótið fór fram á Akranesi og var umgjörðin hjá Skagamönnum til mikillar fyrirmyndar og mótinu meðal annars varpað í beinni á youtube fyrir þá sem gátu ekki mætt.Selfoss átti 3 lið á þessum hluta mótsins, en þau kepptu öll í 2.
14.05.2018
Sex keppnismenn frá Umf. Selfossi hafa verið valdir í íslenska landsliðið til þess að keppa á Norðurlandamóti í Hilleröd í Danmörku helgina 26.-27.
13.05.2018
Á fimmtudaginn síðastliðinn lék yngra og eldra ár 4.flokks karla til úrslita í í Íslandsmótinu gegn Val. Töpuðu bæði liðin eftir hörkuleiki og enduðu því sem silfurhafar.
10.05.2018
Aldursflokkamót HSK í sundi var haldið á Hvolsvelli 28. apríl sl. og sendu þrjú félög keppendur til leiks.Keppt var í aldursflokkum 10 ára og yngri, 11 – 12 ára, 13 – 14 ára og 15 – 18 ára. Í flokkum 10 ára og yngri fengu allir jafna viðurkenningu, en í eldri flokkum var keppt um gull, silfur og brons. Keppendur Selfoss unnu samtals 13 HSK meistaratitla, Hamar vann fjóra titla og Dímon þrjá.Selfyssingar unnu stigakeppnina örugglega, hlutu samtals 134 stig, Hamar varð í öðru sæti með 48 stig og Dímon var með 21 stig.Úr fréttabréfi HSK.
10.05.2018
Selfoss tapaði með þremur mörkum fyrir FH í gær, 26-29 og er því úr leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins í handbolta. Selfoss tapaði einvíginu í undanúrslitum í oddaleik 2-3 eftir svakalega rimmu.Selfoss byrjaði illa og voru FH-ingar með forystu í fyrri hálfleik, hálfleikstölur voru 12-15.
08.05.2018
Almenn forsala fyrir oddaleik Selfoss - FH verður í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld, þriðjudag, á milli kl 18-20. Einungis er um mjög takmarkað magn miða til í forsölu.