Guðmunda Brynja æfir með landsliðinu

Guðmunda Brynja Óladóttir er í æfingahóp Freys Alexanderssonar, landsliðsþjálfara kvenna sem kemur saman á Íslandi 21.-24. janúar næstkomandi.Um er að ræða alþjóðlega leikdaga og því mæta leikmenn frá erlendum félagsliðum til æfinga. Næsti leikur Íslands í undankeppni EM er í Hvíta-Rússlandi í apríl en í júní er komið að stórleik gegn Skotum.Dagný Brynjarsdóttir er ekki með þar sem hún er í æfingabúðum í Bandaríkjunum.

Fjáröflun hjá Lindex

Handboltafólkið okkar í 2., 3. og meistaraflokki notaði sunnudagskvöldið við vörutalningu hjá Lindex í Reykjavík. Hér er um mikilvæga fjáröflun fyrir félagið að ræða sem þau tóku þátt í með bros á vör.Þau gera sér öll grein fyrir að til að árangur náist þurfa allir að leggjast á árarnar og það gera þau svo sannarlega, miklir fyrirmyndar iðkendur sem handboltinn á Selfossi er stoltur af.Á myndinni sem Hildur Öder tók má sjá þær Margréti Katrínu og Köru Rún gæða sér á orkudrykk svona rétt á milli talninga.MM.

Líf og fjör í íþróttaskóla barnanna

Íþróttaskóli barnanna hjá fimleikadeildinni hófst að nýju seinasta sunnudag í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Fjöldi nýrra iðkenda hóf æfingar en einnig voru mörg andlit frá því fyrir áramót.

Óskar fékk silfurmerki KSÍ

Í tilefni af 60 ára afmæli knattspyrnudeildar Selfoss fékk Óskar Sigurðsson fyrrverandi formaður deildarinnar afhent silfurmerki KSÍ fyrir óeigingjarnt starf sitt sem formaður deildarinnar síðastliðin ár.

Mikil ásókn í Guggusund

Í dag hefjast ný námskeið í ungbarnasund eða eins og flestir þekkja það. Námskeiðin eru fyrir börn frá þriggja mánaða aldri til 6 ára auk þess sem boðið er upp á sundskóla fyrir börn fædd 2010 og eldri.Líkt og áður er mikil ásókn í sundið og því eru einungis örfá pláss laus í flestum hópum.Skráning hjá Guðbjörgu Bjarnadóttur á og í síma 848-1626 .

Aðalfundur mótokrossdeildar 2016

Aðalfundur mótokrossdeildar Umf. Selfoss verður haldin í félagshúsi deildarinnar við Hrísmýri fimmtudaginn 28. janúar klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirMótokrossdeild Umf.

Selfoss Íslandsmeistarar innanhúss

Stelpurnar í meistaraflokki Selfoss urðu um helgina Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu. Þær léku til úrslita við lið Álftanes í Laugardalshöllinni og höfðu sigur 7-4 eftir að hafa leitt í hálfleik 4-3.Útslitaleikurinn var sveiflukenndur en vannst að lokum nokkuð örugglega.

Opið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og skulu umsóknir berast fyrir 1. apríl 2016. Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem er að finna á .Sjóðurinn veitir m.a.

Teitur Örn í Þýskalandi með U-18

Nýverið tók Teitur Örn Einarsson þátt í Sparkassen Cup ásamt félögum sínum í landsliðinu. Mótið sem er árlegt boðsmót var í ár skipað landsliðum 7 landa auk úrvalsliðs sambandslandsins Saarland.Ísland var í riðli með Póllandi, Saarland og Hollandi. Sigur hafðist í fyrsta leik gegn Saarland 22-20 þar sem Teitur Örn var markahæstur með 7 mörk.

Þjálfararáðstefna Árborgar 2015-2016

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi föstudaginn 15. og laugardaginn 16. janúar 2016. Þema ráðstefnunnar í ár er markmið, skipulag og vellíðan.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum sveitarfélagsins að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr.