Strákarnir í 2. flokki töpuðu heima í gær fyrir Gróttu 26 - 31, en okkar menn leiddu í hálfleik 16 - 11. Léku okkar menn sterka vörn lengi vel en því miður vantaði marga leikmenn í lið Selfyssinga. Alls voru sex leikmenn ekki með sem voru í liðinu er vann bikarinn fyrir viku síðan. Grótta brá á það ráð að taka Matthías og Sigurð úr umferð og náði Selfoss ekki að vinna sig út úr því. Ekki hjálpaði sirkusinn sem boðinn var upp á í leiknum en flestar reglur íþróttarinnar voru virtar að vettugi í leiknum. Í stöðunni 22 - 20 fyrir Selfoss og 13 mínútur eftir af leiknum var farið yfir á annað stig. Því miður fór það í okkar menn og við það misstu þeir einbeitingu. Við verðum að ætlast til að okkar menn haldi haus og klári leikinn og spili a.m.k. góða vörn allan tímann. Því miður varð það ekki raunin enda erfitt að leika gegn þessu gríðarlega mótlæti.
Það þýðir ekkert að væla heldur halda áfram og það er næsti leikur sem gildir.
Mörk: Matthías 11. Sigurður 8, Gísli 4, Guðbjörn og Þór 1. Þór var að leika sinn fyrsta handboltaleik í tvö ár og stóð sig vel. Kom hann inn til að hjálpa liðinu í þeim miklu meiðslum sem Selfoss glímir við þessa dagana. Kunnum við þessum frábæra dreng miklar þakkir fyrir.
Sverrir varði 20/1 skot og fékk á sig 20. Andri varði 6/1 skot og fékk á sig 9.