Nú þegar Íslandsmótin fara í stutt frí um hátíðarnar taka við landsliðsverkefni. Fjórir leikmenn úr 3. flokki hafa verið valdir í landsliðsverkefni og fimm leikmenn úr 2. flokki.
Þeir Árni Guðmundsson, Guðjón Ágústsson og Sævar Ingi Eiðsson voru valdir í landsliðshóp stráka sem fæddir eru 1996. Sett verður upp í mót hjá þeim hópi þar sem búin verða til fjögur lið sem spila munu innbyrðis dagana 27. desember – 29. desember.
Þá voru sex leikmenn frá Selfossi boðaðir í prófanir og á landsliðsæfingu í U-18 en í framhaldi verður valinn hópur sem mun æfa saman í kjölfarið. Valdir voru þeir Daníel Arnar Róbertsson, Gísli Þór Axelsson, Hermann Guðmundsson, Jóhann Erlingsson, Jóhannes Snær Eiríksson og Sverrir Pálsson.
Einnig hefur Einar Sverrisson verið valinn í U-20 ára landsliðið sem er á leið út í janúar. Þó hann spili stórt hlutverk í meistaraflokki þá telst hann vera á 2. flokks aldri og er því í raun 10. leikmaðurinn á þessum aldri.
Heimasíðan óskar strákunum til hamingju með valið og vonar að þeir sjái möguleikann fyrir framan sig og grípi tækifærið. Meðfylgjandi mynd er af þeim Árna Guðmundssyni, Sævari Inga Eiðssyni og Gísla Þór Axelssyni, sem eru leikmenn 3. flokks en 3. flokkur hefur verið á uppleið undir lok ársins 2012. Guðjón Ágústsson vantar á myndina en hann var ekki á æfingunni.