Strákarnir í 1997 liðinu í 4. flokki mættu Gróttu í dag í deildinni. Selfyssingar voru mikið betri í leiknum og sást strax á fyrstu mínútunum að liðið myndi sigra leikinn örugglega. Selfoss komst í 6-2 og svo 12-4 eftir 15 mínútna leik. Í hálfleik var staðan 18-9. Það sama hélt áfram í síðari hálfleik og jók Selfoss bara við muninn. Að lokum unnu Selfoss strákarnir 21 marka sigur, 41-20.
Liðið lék þrjár mismuandi varnaraðferðir í leiknum og gengu þær allar mjög vel. Varð það til þess að Grótta var að taka mest megnis erfið skot sem markmenn Selfyssinga vörðu í 46% tilvika. Sóknarleikurinn var frábær og skoruðu þar allir 9 útileikmenn liðsins.
Selfoss fer því í jólafríið með 7 sigra í 8 leikjum í deildinni og 65 mörk í plús í markatölu. Liðið getur enn betur og hefur í seinustu tveimur leikjum sýnt hvað er mögulegt fyrir þá. Jákvæðast er þó að liðið er á réttri leið og þurfa strákarnir bara að halda áfram eftir áramót því það er þá sem mótin ráðast.
Félagarnir Egidijus Mikalonis og Gunnar Páll dæmdu leikinn og gerðu það vel en saman mynda þeir öflugt tvíeyki. Gefa þeir tvíeykjum á borð við Wesley Snipes + Woody Harrelson, og Robert De Niro + Joe Pesci ekkert eftir.