Aðalfundur Fimleikadeildar Selfoss var haldin í Tíbrá fimmtudaginn 22.mars. Á fundinum fóru fram hefðbundinn aðalfundarstörf og var fundarstjóri Þórir Haraldsson. Ekki er hægt að segja að fjölmennt hafi verið á fundinum þrátt fyrir gífurlegan fjölda barna sem stunda íþróttina hér í bæ. Tveir ætluðu að láta af störfum í stjórn á þessum fundi þau Silja Sigríður Þorsteinsdóttir og Birgir Ásgeir Kristjánsson. Silja hætti sem gjaldkeri deildarinnar og í hennar stað kom Sigríður Erlingsdóttir. Birgir ætlaði að láta af formennsku deildarinnar en ekki náðist að finna formann í hans stað fyrir fundinn og því var ekki hægt að klára aðalfundinn þetta kvöld. Boðað hefur verið til framhaldsaðalfundar mánudaginn 16. apríl 2012 en fyrir þann tíma verður að vera búið að finna staðgengil fyrir Birgi. Hann situr því áfram í formannsstólnum fram að 16. apríl