3. fl. kvenna vann Stjörnuna og eru komnar í 8-liða úrslit

Leikurinn var hnífjafn fyrstu 25 mín. leiksins og staðan þá 12-12. Þá tóku okkar stelpur kipp og leiddu í hléinu 13-16. Seinni hálfleikur byrjaði ekki vel og Stjarnan komst yfir aftur 20-16 og Selfoss skoraði ekki mark á fyrstu 12 mínútum síðari hálfleiks. Sóknin hrökk aftur í gang eftir að þær náðu að skora fyrsta markið í síðari hálfleik og í kjölfarið skellti vörnin í lás og fékk aðeins 3 mörk á sig það sem eftir var leiks.

Selfoss með tvenn bronsverðlaun á Íslandsmótinu í hópfimleikum í dag

Úrslit í fjölþraut Íslandsmótsins í hópfimleikum fór fram í Ásgarði í dag.  Mótið verður sýnt á RUV á morgun laugardag klukkan 13:30.  Blandað lið Selfoss keppti við tvö önnur lið annað frá Gerplu sem er á leið á NM juniora í Svíþjóð og svo hinsvegar við blandað lið Stjörnunnar og Ármanns.

43. Grýlupottahlaup frjálsíþróttadeildar hefst laugrdaginn 14. apríl

Grýlupottahlaup Selfoss í 43. skiptiGrýlupottahlaup Selfoss 2012 hefst laugardaginn 14. apríl næstkomandi. Er þetta í fertugasta og þriðja skipti sem hlaupið er haldið.

Landsbankamótið í 7. flokki fer fram um helgina

Um helgina fer fram á Selfossi hið árlega Landsbankamót í handbolta. Nú verður í annað skipti keppt í 7. flokki drengja og stúlkna 10 ára og yngri.

A- og B-lið 4. flokks kvenna unnu bæði um helgina

A-liðið stóð sig mjög vel og vann sannfærandi sigur á góðu KA-liði á erfiðum útivelli síðata laugardag. Stelpurnar spiluðu lengst af góðan varnarleik og markvarslan var mjög góð.

Sautján Selfyssingar á ungalandsliðsæfingum HSÍ

Selfoss á 17 leikmenn á unglingalandsliðsæfingum á vegum Handknattleikssambands Íslands nú um páskana, fleiri en nokkurt annað félag.

Þór og Egill börðust um 3. sætið í opna flokknum

Sterkt Íslandsmót í júdóÍslandsbmótið í júdó var haldið laugardaginn 24. mars síðastliðinn í Laugardalshöllinni. Mjög góð þátttaka var í mótinu og fjöldi áhorfenda.

Frábær leikur hjá 4. fl. B

Strákarnir í B-liði 4. flokks léku gegn Stjörnunni í dag og var leikurinn síðasti deildarleikur þessa keppnistímabils. Það er skemmst frá því að segja að Selfyssingar léku frábærlega í leiknum og unnu að lokum 32-26 sigur.Selfoss var með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleik en náði ekki að komast meira en tveimur mörkum yfir.

Nýtt fréttabréf mótokrossdeildar komið út

Motocrossdeild UMFS hefur gefið út nýtt fréttabréf. Þar eru m.a. kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir á félagssvæði deildarinnar við Hrísmýri ásamt æfingaplani sumarsins, félagsgjöldum, brautargjöldum og keppnum.

Jafntefli við Víking Ó. í Lengjubikarnum

Selfyssingar tóku á móti Víkingi frá Ólafsvík í Lengjubikarnum sl. föstudag á gervigrasinu á Selfossi í fínasta veðri. Víkingur komst yfir á 23.