01.11.2012
Stelpurnar unnu sinn annan leik í N1 deildinni á þriðjudaginn þegar þær mættu liði Fylkis á útivelli. Leikurinn endaði 21-27 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9-12 fyrir okkar stelpur.
31.10.2012
Á dögunum var valinn æfingarhópur fyrir u-21 landsliðið þar sem Selfyssingar eiga tvo fulltrúa í liðinu. Þá Einar Sverrisson og Magnús Már Magnússon.
29.10.2012
98-liðið í 4. fl. karla mætti FH á sunnudaginn. Liðið lék mjög góðan varnarleik í leiknum og fékk fína markvörslu en þrátt fyrir það unnu gestirnir frá Hafnarfirði 17-18.
29.10.2012
Árlegt Þórðarmót Sunddeildar Umf. Selfoss var haldið sunnudaginn 28. október í Sundhöll Selfoss. Þórðarmótið er haldið til minningar um Þórð Gunnarsson þjálfara og sundkennara sem starfaði lengi á Selfossi. Að þessu sinni voru 44 keppendur skráðir á mótið og komu þeir frá Selfossi og Hvolsvelli. 31 barn, 10 ára og yngri fengu afhent þáttökuverðlaun, en yngstu keppendur mótsins voru sex ára og komu frá Selfossi.
29.10.2012
Íslenska U19 kvennalandsliðið tók þátt í undankeppni EM í Danmörku dagana 20.-25. október s.l. Með Íslandi í riðli voru Slóvakía, Moldavía og Danmörk.
29.10.2012
Stelpurnar í meistaraflokki hafa verið að spila vel í upphafi Íslandsmótsins og komið mörgum á óvart. Á laugardaginn mættu þær hins vegar einu af toppliðunum og því ljóst að verkefnið yrði mjög erfitt.
28.10.2012
Okkar menn í 2. flokki sóttu Hafnfirðinga í Haukum heim og var vitað að um erfiðan leik yrði að ræða. Sú varð raunin, en Selfyssingar komu sér í meiri vandræði en ella þar sem þeir hófu ekki leikinn fyrr en eftir 17 mínútur.
26.10.2012
Selfoss tók á móti Fjölni í kvöld í íþróttahúsinu við Vallaskóla. Selfyssingar tóku snemma völdin í leiknum og leiddu 6-2 eftir fyrstu 10 mínúturnar.
26.10.2012
Laugardaginn 27. október bjóða Selfoss getraunir öllum tippurum og fjölskyldum þeirra í dögurð (brunch) í Tíbrá, félagsheimili Umf.
25.10.2012
3. flokkur karla lék gegn Gróttu á heimavelli í gærkvöldi. Selfyssingar náðu sér ekki á strik og sigraði Grótta leikinn nokkuð sannfærandi.