09.12.2014
Hrafnhildur Hauksdóttir, leikmaður Selfoss, er í landsliðshópi U19 kvenna sem æfir í Kórnum dagana 12.-14. desember næstkomandi. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U19 kvenna.Þá tekur Unnur Dóra Bergsdóttir þátt í landshlutaæfingu fyrir árgang 2000 sem fram fara í Kórnum á laugardag og Egilshöll á sunnudag.
08.12.2014
Dagný Brynjarsdóttir varð um helgina háskólameistari í knattspyrnu í Bandaríkjunum með liði Florida State háskólans sem sigraði Virginíuháskóla 1-0.
08.12.2014
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir spilaði á laugardag sinn fyrsta A-landsleik þegar íslenska landsliðið lagði Makedóníu, 28-22, í síðasta leik sínum í undankeppni HM en staðan í hálfleik var 11-12 fyrir Ísland.
08.12.2014
Laugardaginn 13. desember verður hin árlega jólasýning Fimleikadeildar Selfoss. Þetta er níunda sýningin í röðinni en að þessu sinni verður íþróttahúsinu í Vallaskóla breytt í FROZEN-veröld.Allir iðkendur fimleikadeildarinnar taka þátt í sýningunni en alls verða þrjár sýningar í boði.
08.12.2014
Selfoss og Fjölnir skildu jöfn eftir að Selfoss hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 9-12. Fjölnir byrjaði leikinn betur en Selfoss jafnaði um miðjan fyrri hálfleikinn og náðu svo ágætis forskoti í stöðunni 5-9 en staðan var eins og áður sagði þrjú mörk í plús fyrir Selfoss í leikhléi.Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleikinn illa, hleyptu Fjölnismönnum of mikið inn í leikinn sem náðu að jafna í 13-13 á fyrstu fimm mínútunum.
04.12.2014
Þrír Selfyssingar, Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson og Guðjón Ágústsson, hafa verið valdir í U-19 ára landslið pilta sem tekur þátt í Sparkassen-cup í Mertzig í Þýskalandi milli jóla og nýárs.Hópurinn kemur saman til æfinga dagana 20.-22.desember og er fyrsta æfing í Kaplakrika sunnudaginn 21.
04.12.2014
Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór með A-landsliði kvenna til Makedóníu í morgun. Þar verður seinni leikur þjóðanna í forkeppni heimsmeistaramótsins spilaður á laugardag.
04.12.2014
Þeir Daníel Arnar Róbertsson og Sölvi Ólafsson leikmenn Selfoss hafa verið valdir í 18 manna undirbúningshóp U-21 árs landsliðs karla.
03.12.2014
Knattspyrnudeild Selfoss hefur komist að samkomulagi við hinn 22 ára Jordan Lee Edridge að hann leiki með liði Selfyssinga næstu tvö árin.Jordan Lee er fjölhæfur varnarmaður og kemur til liðsins frá Grindavík þar sem hann lék seinustu þrjú keppnistímabil.
03.12.2014
Í október var úthlutað styrkjum úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ og var þetta seinni úthlutun ársins. Sjóðurinn veitir m.a. styrki til félags- og íþróttastarfs ungmennafélagshreyfingarinnar með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, félagsmálum og félagsstarfi.Alls var úthlutað rúmlega 5 milljónum króna til 39 verkefna.