Gull og silfur á Selfoss á RIG

Fimleikadeild Selfoss sendi tvö lið til þátttöku á Reykjavíkurleikana í hópfimleikum sem fram fór í Laugardalshöllinni sunnudaginn 26.

Stórsigur á móti Fylki

Strákarnir í Selfoss áttu ekki í vandræðum með slakt lið Fylkis á föstudaginn. Selfoss átti mjög góðan fyrri hálfleik og hreinlega valtaði yfir gestina sem áttu í mesta basli með að koma boltanum í netið.

Selfoss - ÍR í átta liða úrslitum

Selfoss og bikarmeistarar ÍR mætast í átta liða úrslitum Coca cola bikarsins. Leikurinn verður spilaður á Selfossi í byrjun febrúar en endanlegur tími er ekki kominn á hreint.

Atli Hjörvar kominn heim

Atli Hjörvar Einarsson skrifaði undir samning við Selfoss nú í vikunni, mun hann spila með liði Selfoss a.m.k út þetta tímabil. Atli fór frá Selfossi haustið 2011, spilaði með FH einn vetur en hann hefur spilað lykilhlutverk með liði Víkings síðastliðið eitt og hálft ár.Koma Atla mun án efa styrkja lið Selfoss en hann spilar sem línumaður og er öflugur varnarmaður.Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss býður Atla Hjörvar velkominn til baka en það er alltaf ánægjulegt þegar leikmenn snúa aftur til að spila með sínu uppeldisfélagi.

Jóhannes Meissner miðlar af reynslu sinni

Í tengslum við Reykjavík Júdó open verður Jóhannes Meissner 7. Dan og forseti Júdósambands Berlinar gestur Júdódeildar Umf. Selfoss fimmtudaginn 23.

Jón Daði og Guðmundur spiluðu saman

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn fyrir Íslendinga þegar A-landslið Íslands í knattspyrnu mætti Svíum í vináttuleik í Abu Dhabi í gær. Þetta var annar A-landsleikur Jóns Daða sem lék sinn fyrsta leik með liðinu í lok árs 2012.Félagi hans Guðmundur Þórarinsson, sem einnig er Selfyssingur, kom inn á sem varamaður í hálfleik í sínum fyrsta A-landsleik.Svíar lögðu Íslendinga með tveimur mörkum gegn engu í leiknum sem leikinn var í Abu Dhabi í Sameinuðu Furstadæmunum. Ekki er um að ræða alþjóðlegan leikdag og því er hópurinn skipaður leikmönnum sem spila hér á landi og í Skandinavíu.Fjallað er um leikinn á vef .

Tap á móti stórliði Vals

Meistaraflokkur kvenna í handbolta tók á mót sterku liði Vals í gærkvöldi sem situr í öðru sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikur var góður hjá Selfoss og voru kempurnar í Val í basli með ungu stelpurnar í Selfoss.

Komdu í handbolta - Handboltaátak HSÍ

Núna er EM í handbolta byrjað og stendur yfir til sunnudagsins 26. janúar þegar Evrópumeistarar verða krýndir. Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) stendur nú í annað sinn fyrir átakinu „Komdu í handbolta” þar sem nýjum iðkendum er boðið að æfa handbolta.

Heitt í kolunum í Vallaskóla í kvöld

Meistaraflokkur Selfoss í handknattleik spilar í Olísdeildinni í kvöld þegar liðið mætir Val. Leikur liðanna fer fram í Vallaskóla og hefst klukkan 19:30.

Feðgar keppa á Reykjavík Júdó open

Selfyssingar eiga fimm fulltrúa á Reykjavík Júdó open, sterkasta júdómóti ársins á Íslandi, sem fram fer í Laugardalshöllinni laugardaginn 25.