26.04.2015
Laugardaginn 25. apríl var Barnabikarmót TKÍ haldið í Ármanssheimilinu. Frá Taekwondodeild Selfoss mættu 12 keppendur sem öll stóðu sig mjög vel.Það var sérstaklega tekið eftir því hversu prúð og stillt þau voru og þau voru alltaf tilbúin þegar þau áttu að keppa, hið sama er ekki hægt að segja um öll lið. Margir keppenda voru að keppa í fyrsta sinn og fer þetta beint í reynslubankann þeirra.
Sigurður Hjaltason og Magnús Ari Melsteð lentu í sama flokki eins og oft áður og kepptu síðan til úrslita þar sem Sigurður hafði betur.
Allir aðrir keppendur frá Selfossi lentu í verðlaunasæti og skiptust verðlaunin svona:
Gullverðlaun hrepptu: Björn Jóel Björgvinsson, Sigurður Hjaltason og Viktor Kári Garðarsson.
Silfurverðlaun hrepptu: Eva Margrét Þráinsdóttir, Hugdís Erla Jóhannsdóttir, Óðinn Magnússon, Ísak Guðnason og Magnús Ari Melsteð.
Bronsverðlaun hrepptu: Óskar Ingi Helgason, Þór Davíðsson, Fannar Máni Björgvinsson og Alma Sóley Kristinsdóttir.
PJ.
24.04.2015
Lokahóf handknattleiksdeildar verður laugardaginn 2. maí í Hótel Selfossi. Boðið verður upp á þriggja rétta hátíðarkvöldverð, verðlaunaafhendingu, skemmtiatriði, ball og fleira.
22.04.2015
Nýtt námskeið fyrir byrjendur í ungbarnasundi hefst laugardaginn 25. apríl. Kennt verður út maí á laugardögum klukkan 10 fyrir hádegi og einnig fimmtudaginn 14.
22.04.2015
Um helgina fer fram á Selfossi hið árlega Landsbankamót í handbolta. Nú verður í þriðja skipti keppt í 7. flokki drengja og stúlkna 10 ára og yngri.
22.04.2015
Fyrsta Grýlupottahlaup ársins 2015 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 18. apríl. Þátttakendur voru 111 sem er yfir meðaltali síðustu ára og ljóst að fjölmargir vilja taka þátt í þessu skemmtilega hlaupi. Vonandi verður framhald á góðri mætingu og að veðrið leiki við hlaupara.Hlaupaleiðinni var sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.Annað hlaup ársins fer fram nk.
22.04.2015
Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram fyrir fullu húsi í Ásgarði í Garðabæ liðna helgi. Selfoss átti tvö lið í keppninni eitt í kvennaflokki og eitt í flokki blandaðra liða (mix).
19.04.2015
Helgina 11. og 12. apríl fóru tveir keppendur frá Taekwondodeild Selfoss á Nutzi open í Finnlandi. Það voru þau Kristín Björg Hrólfsdóttir og Gunnar Snorri Svanþórsson.Gunnar Snorri keppti bæði í kadett flokki og einnig í junior flokki. Skemmst er frá því að segja að hann gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í -61 kg flokki í cadett flokki og vann til bronsverðaluna í junior -63 kg flokki.
16.04.2015
Selfyssingar eru komnir í sumarfrí eftir grátlegt tap gegn Fjölni í undanúrslitum í umspili um sæti í efstu deild í gær. Leikurinn var hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur en því miður skoruðu Fjölnismenn lokamark leiksins tíu sekúndum fyrir leikslok og tryggðu sér með því 24-23 sigur.
15.04.2015
Grýlupottahlaup Selfoss 2015 hefst laugardaginn 18. apríl næstkomandi. Er þetta í fertugasta og sjötta skipti sem hlaupið er haldið.Grýlupottahlaupið er 850 metra langt.
15.04.2015
Föstudaginn 17. apríl stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói, hefst kl.11 og stendur til kl.14:30.