05.04.2016
Aðalfundur handknattleiksdeildar Ungmennafélags Selfoss, haldinn í Tíbrá 31. mars 2016, skorar á aðalstjórn Ungmennafélags Selfoss og bæjarstjórn Árborgar að beita sér fyrir því að nemendur í handboltaakademíu Umf.
04.04.2016
Selfoss tapaði óvænt fyrir HK í leik liðanna í Olís-deildinni á laugardag. HK var skrefinu á undan stærstan hluta leiksins og leiddu í hálfleik 13-11.
04.04.2016
Eftir lokaumferð 1. deildar karla í handbolta er ljóst að Selfyssingar enda í þriðja sæti deildarinnar og mæta Þrótti í umspili um sæti í Olís-deildinni á næsta keppnistímabili.Liðin mættust einmitt á heimavelli Selfyssinga í lokaumferðinni á föstudag og unnu strákarnir okkar öruggan sigur 33-24 eftir að hafa leitt í hálfleik 16-12.
31.03.2016
Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2016 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 14. apríl klukkan 20:00.Aðalfundur Umf.
31.03.2016
Elvar Örn Jónsson er í sem tekur þátt í forkeppni EM í Póllandi í byrjun apríl. Elvar Örn er svo sannarlega vel að þessu vali kominn enda öflugur leikmaður sem er, ásamt því að hafa leikið með yngri landsliðum Íslands, lykilleikmaður með meistaraflokki Selfoss.Í undankeppninni mætir liðið Búlgaríu, Ítalíu og heimamönnum.
30.03.2016
Selfyssingar tóku á móti Stjörnunni í Olís-deildinni í gær. Selfossliðið átti í fullu tré við Stjörnukonur í fyrri hálfleik en einu marki munaði á liðunum í hálfleik 11-12 fyrir Stjörnuna.
30.03.2016
Egill Blöndal júdómaður í Selfoss hefur undanfarið verið við æfingar í Frakklandi ásamt Akureyringnum Breka Bernharðssyni. Þar hafa þeir félagar æft með nokkrum af sterkustu júdómönnum Frakklands svo sem Loic Pietri sem vann til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í Rio de Jeneiro 2013, brons 2014 og silfur 2015.Þá voru þeir félagar í ólympíuæfingabúðunum í Nymburk Tékklandi þar sem einnig voru við æfingar Ilias Iliadis ólympíumeistari, þrefaldur heimsmeistari og tvöfaldur Evrópumeistari sem og Teddy Riner áttfaldur heimsmeistari.Þeir Egill og Breki eru síðan á leiðinni til Japan um miðjan apríl til æfinga í einn mánuð og verða þá tilbúnir að mæta á Norðurlandamót í Noregi í maí.
30.03.2016
Íslendingar unnu frækin sigur á Grikkjum í vináttuleik í knattspyrnu í seinustu viku. Það bar helst til tíðinda fyrir okkur Selfyssinga að sóknarlína liðsins var skipuð tveimur Selfyssingum en félagarnir Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson voru saman í fremstu víglínu liðsins.
29.03.2016
Selfyssingarnir Adam Sveinbjörnsson og Teitur Örn Einarsson eru í æfingahópur sem kemur saman til æfinga helgina 8.-10. apríl nk. Þjálfarar eru Kristján Arason og Einar Guðmundsson.Þrír Selfyssingar eru í æfingahóp sem æfir á sama tíma undir stjórn Maksim Akbashev.
29.03.2016
Selfyssingarnir Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson kepptu um helgina á Copenhagen Open, afar fjölmennu alþjóðlegu júdómóti í Danmörku.Grímur keppti til úrslita í -90 kg flokki U21 árs og endaði með silfurverðlaunin.