24.02.2016
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, var staddur á Selfossi í seinustu viku. Við það tækifæri hélt hann fyrirlestra fyrir þjálfara og leikmenn Selfoss þar sem hann miðlaði af þekkingu sinni og reynslu.Auk þess hitti Þórir stjórnarfólk og styrktaraðila deildarinnar en hann vinnur einnig við það hjá norska handboltasambandinu að sinna styrktaraðilum sambandsins með fyrirlestrarhaldi og kennslu.
24.02.2016
Aðalfundur júdódeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 2. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirJúdódeild Umf.
23.02.2016
Um komandi helgi fer fram stærsta hópfimleikamót á Íslandi frá upphafi en keppendur eru orðnir yfir 1.000. Fimleikadeild Selfoss sendir 15 lið til keppni eða rúmlega 160 keppendur.Dagskráin verður stíf frá morgni til kvölds og má búast við skemmtilegri keppni í öllum flokkum en margir eru að stíga sín fyrstu spor á keppnisgólfinu.
23.02.2016
Meistaramót Íslands fór fram í Laugardalshöll um liðna helgi og átti HSK/Selfoss tíu keppendur á mótinu. Niðurstaða helgarinnar var silfurverðlaun og bronsverðlaun auk átta persónlegra bætinga, fjögurra ársbætinga og þriggja HSK meta.Fjóla Signý Hannesdóttir, Selfossi, bætti sinn besta árangur á árinu í 60 m.
23.02.2016
WOW-mótið í hópfimleikum fór fram í Iðu á Selfossi síðastliðinn laugardag. Selfoss sendi tvö lið til keppni þ.e. blandað lið fullorðinna og 1.
23.02.2016
Hrafnhildur Hauksdóttir, leikmaður Selfoss, og Dagný Brynjarsdóttir, fyrrum leikmaður Selfoss, eru í landsliðshópi Íslands sem tekur þátt í Algarve-mótinu í Portúgal 2.-9.
22.02.2016
Selfoss tók á móti Aftureldingu í 20. umferð Olís-deildarinnar á laugardag.Það var jafnræði með liðunum í upphafi en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður hafði Selfoss náð forystu 10-5 og þrátt fyrir að Afturelding næði að hægja á Selfyssingum var fimm marka munur í hálfleik 17-12.
22.02.2016
Selfoss fékk KR-inga í heimsókn í Vallaskóla á föstudag og var búist við öruggum sigri heimamanna gegn botnliðinu. Það var þó ekki fyrr en um miðjan fyrri hálfleik að Selfyssingar komust yfir í leiknum.
22.02.2016
Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá mánudaginn 29. febrúar klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur.Allir velkomnir.Frjálsíþróttadeild Umf.