11.03.2020
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss hefur ákveðið að hætta við þátttöku á mótum fyrir 6. og 7. flokk karla og kvenna sem fyrirhugað var að taka þátt í næstu tvær helgar á meðan neyðarstig vegna COVID-19 er í gildi á Íslandi.
10.03.2020
Tanja Birgisdóttir og Mads Pind Lochmann Jensen þjálfarar hjá fimleikadeild Selfoss hafa verið ráðin sem landsliðsþjálfarar Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Danmörku í október 2020.
10.03.2020
Annað mótið í bikarmótaröð TKÍ var haldið í Hamarshöllinni helgina 29. febrúar til 1. mars. Á laugardeginum var keppt í flokki barna 12 ára og yngri og unnu Selfyssingar til níu verðlauna.Í bardaga unnu Agnes Ísabella Jónasdóttir, Loftur Guðmundsson, Gústaf Maríus Eggertsson til gullverðlauna.
10.03.2020
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá vinna heilbrigðisyfirvöld samkvæmt viðbragðsáætlunum embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í baráttunni við Covid-19 veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra fór yfir viðbrögð yfirvalda vegna COVID-19.
09.03.2020
Um helgina fór bikarmót í hópfimleikum hjá 1. flokki, 2. flokki og KK eldri og yngri fram í íþróttahúsi Stjörnunnar í Ásgarði.
08.03.2020
Fjórir Selfyssingar voru valdir í yngri landslið kvenna á dögunum. Hólmfríður Arnar Steinsdóttir var valin í U-18 ára landslið kvenna og þær Lena Ósk Jónsdóttir, Hugrún Tinna Róbertsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir voru allar valdar í U-16 ára landslið kvenna. Landsliðin koma saman til æfinga 26.
07.03.2020
Aðalfundur sunddeildar Selfoss fór fram mánudaginn 24. febrúar. Starf og rekstur deildarinnar er í blóma og var Guðmundur Pálsson endurkjörinn formaður.
04.03.2020
Aðalfundur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 11. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir,
Handknattleiksdeild Umf.
03.03.2020
Laugardaginn 7. mars verður Rafíþróttaskólinn í samvinnnu við rafíþróttanefnd Umf. Selfoss og félagsmiðstöðina Zelsíuz með opna vinnustofu um rafíþróttir í Tíbrá, félagsheimili Umf.