Dagný Selfoss
Hérðaðsþing HSK fór fram á Flúðum sunnudaginn 15. mars. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru veittar viðurkenningar á þinginu og bar þar hæst að knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir sem lék með Selfoss í Pepsi deildinni sl. sumar var kjörin íþróttamaður HSK. Auk þess urðu iðkendur úr fimm öðrum deildum Umf. Selfoss þess heiðurs aðnjótandi að vera valdir íþróttamenn sinnar greinar. Þetta voru þau Konráð Oddgeir Jóhannsson fimleikamaður, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir handknattleikskona, Þór Davíðsson júdómaður, Elmar Darri Vilhelmsson mótokrossmaður og Daníel Jens Pétursson taekwondomaður.
Þá var Bergi Pálssyni veitt starfsmerki UMFÍ fyrir margra ára framlag sitt fyrir júdódeild Umf. Selfoss en Bergur er öflugur liðsmaður og fyrirmynd annarra ungmennafélaga.
Selfyssingarnir Bergur Pálsson og Jóhannes Óli Kjartansson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn HSK og var þeim þökkuð áralöng og góð störf fyrir sambandið. Félagi okkar Örn Guðnason var endurkjörinn varaformaður auk þess sem Helgi S. Haraldsson var kjörinn ritari.
Þá var einnig til tíðanda að eftir sjö ára einokun Selfyssinga á stigabikar HSK þurftum við að sjá eftir honum til vina okkar í Íþróttafélaginu Dímoni á Hvolsvelli.
---
Mynd með frétt er tekin af Guðmundi Karli Sigdórssyni.
Mynd fyrir neðan: Örn (l.t.h.) afhenti f.v. Lárusi, Guðmundu og Bergi starfsmerki UMFÍ.
Ljósmynd: HSK/Engilbert Olgeirsson