Næst á dagskrá í handboltanum eru landsliðsverkefni hjá yngri landsliðunum. Nú hafa 9 leikmenn úr 4. flokki karla verið valdir í landsliðshóp. Fimm þeirra fæddir 1997 og fjórir fæddir 1998. Eins og kom fram í frétt í gær voru einnig níu leikmenn úr 2. og 3. flokki boðaðir í landsliðsverkefni. Er þetta frábær viðurkenning fyrir strákana og flott fyrir handknattleiksdeildina að eiga jafn marga leikmenn í landsliðsverkefnum.
Í 1998 hópinn voru valdir Andri Páll Ásgeirsson, Aron Óli Lúðvíksson, Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Teitur Örn Einarsson.
Í 1997 hópinn voru valdir Alexander Már Egan, Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson, Ómar Ingi Magnússon og Richard Sæþór Sigurðsson.
Þessir leikmenn hafa allir verið að leika frábærlega með liðum sínum í 4. flokki. Það sem einkennir þá er að þeir eru góðir jafnt í vörn og sókn, sem er mjög mikilvægur eiginleiki að hafa.
Á myndinni til hliðar eru þeir (frá vinstri): Andri Páll, Bjarni og Teitur Örn fæddir 1998. Aron Óla vantar á myndina.
.
.
Frá vinstri: Hergeir, Ómar Ingi, Richard Sæþór, Elvar Örn og Alexander Már fæddir 1997.