Afrekssvið og verkefnisstjóri A- landsliðsmála hafa valið landsliðshóp Íslands fyrir árið 2023 með hliðsjón af árangri keppenda á árinu 2022. Frjálsíþróttadeild Selfoss á 2 fulltrúa í hópnum, hástökkvarann Evu Maríu Baldursdóttur og spjótkastarann Örn Davíðsson. Þau stóðu sig bæði mjög vel á árinu 2022 og eru verðugir fulltrúar deildarinnar. Einn af hápunktum hjá landsliðshópnum á næsta ári er Evrópubikarkeppni Landsliða sem fram fer í Póllandi í sumar. Þess má geta að þau eru bæði tilnefnd til íþróttamanns/konu Árborgar og íþróttamanns/konu UMFS.