Fjöldi verkefna hjá landsliðsmönnum Selfoss

ksi-merki
ksi-merki

Þrátt fyrir að tímabili knattspyrnumanna sé lokið er nóg um að vera hjá landsliðsmönnum okkar.

Karítas Tómasdóttir var með U19 liðinu í undankeppni EM en leikið var í Búlgaríu. Liðið vann tvo fyrstu leiki sína í riðlinum, gegn heimamönnum og Slóvakíu, örugglega 5-0. Karitas kom inn á sem varamaður gegn Slóvakíu. Lokaleikur mótsins fór 0-3 gegn Frökkum en bæði lið voru fyrir leikinn örugg með sæti í milliriðlum. Karitas kom inn á rétt fyrir hálfleik en þá höfðu Frakkar þegar skorað öll mörk leiksins. Guðrún Arnardóttir, fyrrum leikmaður Selfoss, var í byrjunarliðinu alla leikina.

Þá var Bergrós Ásgeirsdóttir valin í U17 landsliðið sem fór til Rúmeníu og lék í milliriðlum EM, dagana 30. september til 5. október. Mótherjar Íslendingar voru, auk heimastúlkna, Írland og Spánn. Fyrsti leikur stelpnanna var gegn heimastúlkum og vannst sigur 2-1 í leiknum. Bergrós kom inn á sem varamaður á 50 mínútu en þá voru rúmensku stelpurnar yfir. Greinilega góð skipting fyrir Ísland. Í næsta leik gegn Írlandi kom Bergrós inn á rétt eftir að Írar komust í  0-2 á 51. mínútu. Íslendingar minnkuðu munin en urðu að sætta sig við 1-2 tap. Í lokaleiknum gegn Spáni sem tapaðist 1-3 sat hún á bekknum allan tímann.

Auk Bergrósar voru Esther Ýr Óskarsdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir valdar í æfingahóp Úlfars Hinrikssonar landsliðsþjálfari U17 fyrir leikina. Rétt er að geta þess að Selfyssingurinn Tómas Þóroddsson var yfirfararstjóri í ferðinni.

Sindri Pálmason fór með U19 landsliðinu til Svíþjóðar um miðjan september þar sem liðið keppti þrjá æfingaleiki. Sindri kom við sögu í öllum leikjum liðsins. Hann kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli gegn Slóvakíu, lék allan leikinn í 1-2 tapi gegn Noregi og var í byrjunarliðinu í 3-2 sigri gegn heimamönnum.

Að lokum var Svavar Berg Jóhannsson valinn í æfingahóp U19 landsliðsins sem æfði seinustu helgina í september en æfingarnar voru þrjá talsins. Æfingarnar voru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Belgíu í október.

Einnig má geta þess að atvinnumenn Selfyssinga þeir Jón Daði Böðvarsson og Guðmundur Þórarinsson eru báðir í hóp U21 landsliðsins sem mætir Frökkum í undankeppni Em á Laugardalsvelli mánudaginn 14. október.