Haukur og Elvar landslið 2018
Í gær valdi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, 20 manna æfingahóp sem kemur saman milli jóla og nýárs til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Í hópnum eru fjórir Selfyssingar, þeir Haukur Þrastarson og Elvar Örn Jónsson ásamt þeim Janusi Daða Smárasyni og Ómari Inga Magnússyni, sem báðir leika með Aalborg í Danmörku.
Áður hafði verið tilkynnt um 28 manna leikmannahóp sem komu til greina í æfingahópinn. Í niðurskurðinum sátu m.a. eftir þeir Teitur Örn Einarsson og Bjarki Már Elísson, en sá síðarnefndi hefur verið fastamaður í vinstra horninu í landsliðinu ásamt Guðjóni Val. Aðeins verða 16 leikmenn valdir ásamt einum varamanni í lokahópinn sem fer á HM í Þýskalandi og Danmörku. Þess má geta að Jón Birgir Guðmundsson er sjúkraþjálfari liðsins.
Hópinn má sjá í heild sinni á Vísi.is.
Mynd: Þeir Haukur og Elvar Örn eru báðir í 20 manna landsliðshópnum.
Umf. Selfoss / ESÓ