Fjörugur leikur Sunnlendinga

Thelma Sif Kristjánsdóttir
Thelma Sif Kristjánsdóttir

Selfoss tók á móti ÍBV í bráðfjörugum leik í Olísdeildinni á laugardag.  Það var mikið skorað í fyrri hálfleik og að honum loknum leiddu heimastúlkur 17-16.

Selfyssingar náðu góðum kafli í upphafi seinni hálfleiks og komust þremur mörkum yfir. Um miðjan hálfleikinn voru Selfyssingar komnir í ákjósanlega stöðu 23-20. Því miður náðu þær ekki að fylgja spilamennskunni eftir meðan Vestmannaeyingar gengi á lagið. Selfoss skoraði einungis eitt af seinustu tíu mörkum leiksins 0g niðurstaðan svekkjandi 24-29 tap.

Markahæstar voru Thelma Sif Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Kara Rún Árnadóttir sem skoruðu allar fimm mörk, Þuríður Guðjónsdóttir skoraði fjögur og Tinna Soffía Traustadóttir setti þrjú. Hildur Öder Magnúsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir skoruðu hvor sitt markið.

Áslaug Ýr Bragadóttir varði níu skot í marki Selfoss.

Lesa má nánar um leikinn á Sunnlenska.is.

Á þriðjudagskvöld tekur kvennaliðið á móti Aftureldingu og hefst leikurinn kl. 19:30.