Frjálsar - Héraðsleikar HSK (3)
Laugardaginn 13. mars tóku yngstu iðkendur frjálsíþróttadeildar Selfoss þátt í héraðsleikum HSK sem haldnir voru á Hvolsvelli. Keppendur 8 ára og yngri tóku þátt í þrautabraut sem samanstóð af þrautum sem reyndu m.a. á snerpu, styrk, samhæfingu og úthald. Keppendur 9-10 ára kepptu í hástökki, langstökki án atrennu, skutlukasti, kúluvarpi og 30 m spretthlaupi. Lokagreinin var boðhlaup en þar kepptu blönduð lið allra félaganna.
Nánar er fjallað um héraðsleika á vef Sunnlenska.is.
at
---
Yngri hópur ásamt Kristínu þjálfara og eldri hópur ásamt Ágústu þjálfara.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Guðmundur Karl og Jóhanna