Góður árangur á Ásvallamóti

Sund - Sara Ægisdóttir
Sund - Sara Ægisdóttir

Fjórir sundmenn úr gull- og silfurhópum Selfoss kepptu á Ásvallamóti SH fyrir rúmri viku en til að öðlast keppnisrétt á mótinu þurfti að ná ákveðnum lágmörkum. Það voru Guðbjörg Lísa Guðmundsdóttir Johnsen, Hallgerður Höskuldsdóttir, Sara Ægisdóttir og Þórunn Vaka Vigfúsdóttir sem kepptu fyrir Selfoss.

Sara Ægisdóttir náði bestum árangri þegar hún synti 50 m skriðsund á 29,03 sek. og varð í 6. sæti en hún bætti sig um 1,61 sek. frá því í lok janúar. Einnig náði Sara lágmarki fyrir ÍM 50 í 200 m fjórsundi þegar hún synti á 2:46,61 mín. Hallgerður Höskuldsdóttir synti í fjórum greinum og bætti sig í þremur þeirra.

mt/gj

---

Sara náði lágmarki fyrir ÍM 50.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Magnús Tryggvason