Góður sigur á Stjörnunni

Tinna Traustadóttir
Tinna Traustadóttir

Selfoss sigraði U-lið Stjörnunnar með þremur mörkum í kvöld í Hleðsluhöllinni, 25-22.

Selfyssingar byrjuðu leikinn betur en Stjarnan jafnaði í 4-4 og tók í framhaldi frumkvæðið. Selfyssingar tóku aftur forystuna og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10.

Selfoss hóf seinni hálfleikinn af krafti og náði 7-1 kafla á fyrstu tíu mínútunum og komust mest átta mörkum yfir. Stjörnustelpur gáfust ekki upp og náðu að minnka forskotið hægt og rólega og munurinn var kominn niður í tvö mörk þegar um sex mínútur voru eftir. Nær komst Stjarnan ekki og Selfoss hrósaði þriggja marka sigri, 25-22.

Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 9/2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 6, Katla María Magnúsdóttir 3,  Rakel Guðjónsdóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 1, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1, Agnes Sigurðardóttir 1. Hólmfríður Arna Steinsdóttir 1.

Varin skot: Henriette Østergaard 7 (25%) og Dröfn Sveinsdóttir 2 (50%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is.

Næsti leikur og jafnframt seinasti leikur stúlknanna á þessu ári er gegn Fram U á laugardaginn næstkomandi. Strákarnir eiga hins vegar leik á morgun hér heima gegn FH, hörkuslagur sem enginn vill missa af.


Tinna Traustadóttir var öflug í kvöld með 6 mörk.
Sunnlenska.is / Guðmundur Karl