Leikurinn byrjaði mjög rólega og eftir 20 mín. leik var staðan 7-7 og svo 8-9 þegar 5 mín. voru eftir af hálfleiknum. Þá brast stíflan og Selfoss liðið hrökk í sinn besta gír og breytti stöðunni í 11-14 í hálfleik.
Í síðari hálfleik tók ekki nema 5 mín. að auka forskotið í 11-18 og eftir það var leikurinn í öruggum höndum okkar stelpna. Lokatölur 22-33.
Vörnin var frábær, sérstaklega í síðari hálfleik og sóknin var bæði fjölbreytt og vel útfærð. Liðið skoraði úr öllum stöðum á vellinum og voru bæði horn og lína vel nýtt í leiknum. Þá náðu útispilararnir sér einnig vel á strik.
Í heildina mjög góður leikur hjá stelpunum. Næsti leikur liðsins er laugardaginn 17. mars á útivelli gegn Fjölni.
Áfram Selfoss