Strákarnir í meistaraflokki töpuðu sínum fyrsta leik frá því í nóvember á síðasta ári er Víkingur höfðu sigur. Tapaðist leikurinn með minnsta mun, 22 - 23, eftir að okkar menn leiddu í hálfleik 13 - 12.
Selfyssingar stóðu sig vel í leiknum og hefðu átt að vinna. Liðið lék geysilega sterka vörn allan leikinn en sóknin hefði mátt ganga betur. Gestirnir fengu að leika fullhart í vörninni verður þó að viðurkennast. Selfoss hafði undirtökin allan leikinn en Víkingar komust yfir 19-22 þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum. Þá skoruðu okkar menn þrjú mörk í röð. Víkingar jöfnuðu og fengu okkar menn dauðafæri sjö sekúndum fyrir leikslok en skotið var í fót markmanns gestanna og fór boltinn beint fram á völl til sóknarmanns Víkinga er gerði tvígrip og fékk að lokum afar ódýrt vítakast. Sigurmarkið kom svo úr því víti.
Nú er bara að halda áfram og vinna næsta leik sem er föstudaginn 9. mars heima gegn Stjörnunni. Í lið Selfoss vantaði fjölmarga leikmenn og verða einhverjir þeirra vonandi klárir fyrir föstudaginn. Vel var mætt á leikinn og stuðningurinn mikill að vanda. Þakka leikmenn og aðstandendur það. Vonandi mæta jafnmargir eða fleiri á næsta leik. Strákarnir þurfa á stuðningi að halda.
Mörk: Atli 8, Hörður 8, Matthías 3, Ómar 2 og Guðni 1. Helgi varði 18 og fékk á sig 21 og Sverrir varði 3 og fékk á sig 2.