Gunni og Jói skrifa undir samninga

Samningur við þjálfara - vefur
Samningur við þjálfara - vefur

Í seinustu viku var formlega gengið frá endurnýjun á samstarfi knattspyrnudeildar Selfoss við Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfara meistaraflokks kvenna og aðstoðarmann hans Jóhann Bjarnason sem jafnframt þjálfar 2. flokk kvenna.

Þeir félagar náðu síðastliðið sumar besta árangri Selfoss frá upphafi þegar þeir stýrðu liðinu í fjórða sæti í Pepsi deildinni ásamt því að komast alla leið í úrslitaleik Borgunarbikarsins með eftirminnilegum hætti.

Ásamt því að sinna þjálfun meistaraflokks næstu tvö árin verður Gunnar Rafn starfsmaður og yfirþjálfari hjá knattpyrnudeildinni. Hann sinnir þar af leiðandi ýmsum verkefnum á vegum deildarinnar.

Jóhann skrifaði á sama tíma undir eins árs samning en hann hefur þjálfað kvennaflokka Selfoss um árabil.

Það er mikil ánægja innan knattspyrnudeildarinnar og félagsins alls að hafa tryggt Selfoss starfskrafta þeirra félaga áfram.

---

Óskar Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar var kampakátur að hafa landað stórlöxunum.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson