Handboltaveisla

Self-ÍR
Self-ÍR

Það verður nóg um að vera í handboltanum um helgina. Meistaraflokkur karla spilar á móti Víking í kvöld en sá leikur fer fram í Víkinni. Fólk er hvatt til að mæta á pallana og hvetja okkar menn enda skiptir hvert stig máli í jafnri og spennandi deild.

Laugardaginn 28. mars verður svo handboltaveisla. Handboltamót fyrir 6.flokk kvenna, yngra ár, verður haldið hér á Selfossi. Í Iðu hefst keppni klukkan átta og síðasti leikurinn verður flautaður á þar klukkan 17:30. Í íþróttahúsi Vallaskóli hefst keppni enn fyrr eða klukkan hálf átta og stendur fram að hádegi.

Klukkan 13:30 tekur við stórleikur meistaraflokks kvenna þegar stelpurnar taka á móti ÍR. Með sigri í þessum leik eru stelpurnar nálægt því að tryggja sig inn í úrslitakeppnina sem hefst í apríl, en þær eru núna í 8. sæti deildarinnar með 16 stig. Frítt verður inn á leikinn og er fólk hvatt til að mæta á pallana og styðja stelpurnar.

Klukkan 16:00 er svo komið að 3. flokki karla þegar þeir taka á móti liði Gróttu í íþróttahúsi Vallaskóla.

Þess má einnig geta að 2. flokkur karla heldur til Vestmannaeyja á laugardaginn þar sem þeir mæta spræku liði ÍBV klukkan 15:00

Frítt verður inn á alla viðburði í Iðu og Vallaskóla og heitt á könnunni.

Sjáumst... Áfram Selfoss!