Heimavöllurinn í hættu

Teitur
Teitur

Selfyssingar fóru í heimsókn til Fjölnismanna í 1. deildinni í gær en aðeins tvö stig skildu liðin fyrir leikinn.

Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og komust í 8-4 en þá vöknuðu Selfyssingar til lífsins og jöfnuðu. Staðan í hálfleik 14-14. Heimamenn voru skrefinu á undan í upphafi seinni hálfleiks og voru yfir 18-17 þegar Selfyssingar skoruðu fjögur mörk í röð og virtust ætla að sigla sigrinum heim. Það var þó alls ekki raunin því að Fjölnismenn skoruðu tíu mörk gegn einungis fjórum okkar manna á lokakaflanum. Niðurstaðan varð því 28-25 sigur Fjölnis.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur með 7 mörk, Andri Már Sveinsson skoraði 6, Atli Kristinsson og Alexander Már Egan 3, Guðjón Ágústsson og Elvar Örn Jónsson 2 og þeir Gunnar Páll Júlíusson og Eyvindur Hrannar Gunnarsson eitt mark hvor.

Nánar er fjallað um leikinn á vef FimmEinn.is.

Með sigrinum komust Fjölnismenn upp fyrir okkar pilta sem sitja í þriðja sæti fyrir lokaumferðina. Strákarnir taka á móti Þrótti í lokaumferðinni kl. 19:30 á föstudag og verða að sigra auk þess að treysta á að Stjarnan nái stigi af Fjölni til að ná öðru sætinu á nýjan leik.